Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 23
BREIÐFIRÐINGUR
21
Allt þetta er vel til þess fallið, að móta hina hreinustu
ástúð til átthaga og ættarbyggðar.
En þó er það auðvitað fyrst og síðast minningarnar um
landið og fólkið, allt heima, bær í björtum hvammi, brosin
hennar mömmu, langholt og lyngmór, lind og foss, bæjar-
brekka, vegur, vík og ey.
Það er hjal bárunnar, þytur í strái og laufi, dynur
storms og boða, og baráttan við bylji og sjói.
Þetta allt og ótal margt fleira myndar heimþrá hjartans,
helgi og seið átthaganna, áttthagaástina.
En átthagaástin er svo frumþáttur ættjarðarástarinnar og
síðar þeirrar göfugu tilfinningar, sem vefur sér heiminn
að hjarta.
En þannig velst einmitt átthagafélagi hið æðsta takmark,
leiðin til þess þroska mannhelgi og manndóms, þess mann-
kærleika, sem veit að „alheimsins líf er ein voldug ætt.“
An þess að elska áttahaga sína fyrst, lærir enginn svo
mikið sem stafróf ættjarðarástar, og án þess að elska ætt-
jörð sína lærist aldrei að meta og virða aðrar þjóðir og
kynþáttu og skilja þeirra aðstöðu og ættjarðarást.
Þetta er því hið leynda og um leið æðsta hlutverk hvers
átthagafélags og þeim mun fremur, sem átlhagarnir, bernsku-
byggðin á sér sterkari áhrif og dýpri rætur í vitund og
vild, í huga og hjarta.
Og það mætti vel muna, að kannske á þessi aðstaða
enn nauðsynlegri rök nú en fyrir 30 árum, þegar Breið-
firðingafélagið var stofnað.
Svo mjög virðist tilfinning fólksins, einkum hinna
yngri hafa dofnað gagnvart átthögum sínum og heima-
byggð. En er þá ekki einmitt sú hætta við borð, að ætt-