Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 53
B2EIÐFIRÐINGUR
51
in á öllum kvöldvökum Breiðfirðingafélagsins í útvarpinu
í þessi 25 ár, en fá ár eða engin hafa alveg fallið úr.
Hin síðari árin öll hafa fjórir menn öðrum fremur svo
að segja eingöngu annast þessa útvarpstíma félagsins og
undirbúning þeirra. En það eru: Astvaldur Magnússon,
Erlingur Hansson, Jón Júlíus Sigurðsson og Árelíus Níels-
son, en sá síðastnefndi hefur oftast verið formaður þessar-
ar nefndar nú í 15 ár.
Á fyrstu árum þessarar starfsemi var mikill undirbún-
ingur, æfingar og sú viðhöfn að loknu starfi, að oft var
boðið til veizlu öllum þátttakendum og flytjendum. Gerðu
það sérstaklega hjónin Jóhannes Jóhannesson og frú og þó
ekki síður Anna Friðriksdóttir og Snæbjörn Jónsson af
rómaðri rausn og höfðingskap. Nú er allt slíkt aðeins
minningar.
Fjölbreytni útvarpsþátta hefur verið mikil: Erindi, söngv-
ar, samtöl, ljóð, sögur, frásagnir, leikþættir og margs kon-
ar menningarþættir. Breiðfirzkra skálda og stórmenna hef-
ur verið minnzt og sérstakir þættir helgaðir þeim. Má þar
nefna Matthías Jochumsson, Eirík rauða og Lárus Thorar-
ensen, svo einhverjir séu nefndir, og Jón frá Ljárskógum.
Ennfremur hefur verið minnzt menningarstofnana og
sögulegra viðburða eins og framfarastiftunar Flateyjar,
landnáms Breiðfirðinga á Grænlandi og tímaritsins Gests
Vestfirðings, og svo breiðfirzkra höfuðbóla eins og Staðar-
fells og Skarðs.
Af þessum nöfnum og þessu örstutta yfirliti má vel
skilja, að þessir útvarpsþættir sanna vel, þótt ekkert væri
annað, menningarviðleitni félagsins og víðsýni yfir sögu
og mennt heimahaganna vestra.