Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
verið þannig sönnustu börn þessara breiðfirzku byggða.
Börn moldar og mela, börn sólskins og döggva, börn gró-
andans í íslenzku þjóðlífi.
Jólatrésnefnd.
Þegar líður að jólum skipar stjórn Breiðfirðingafélagsins
það fólk til starfa, sem líklega undirbýr það, sem skapar
mesta tilhlökkun hjá þeirri kynslóð, sem á að erfa landið
á heimilum félagsmanna.
En það er starfsliðið, sem undirbýr jólaskemmtun barna
í Breiðfirðingabúð, jólanefndin.
Ár eftir ár gengur þetta fólk til starfa með forsjá og
yfirlætislausu örlæti, hljóðlátri alúð. Kökur eru bakaðar,
keypt sælgæti, ávextir og öl í kössum og pokum, og síðast
en elcki sízt útvegað stórt jólatré, sem síðan er skreytt öllu
hugsanlegu skrauti, stjörnum, blómum, festum, fléttum,
englahári og marglitum ljósum, og síðan komið fyrir mið-
svæðis í samkomusal Breiðfirðingabúðar.
Dagur jólatrésins er oftast milli jóla og nýárs. Þá safn-
ast fjöldi barna af breiðfirzkum uppruna saman í „Búð-
inni“ búin sínu bezta skarti, geislandi af gleði og til-
hlökkun.
Sungnir eru jólasálmar, sögur sagðar og lesnar, leikið
og dansað kringum jólatréð.
En hámarki nær fögnuðurinn, þegar tveir jólasveinar
trítla niður stigann og koma fram á pallinn og syngja í
,,hátalarann“ svo glymur í lofti og veggjum.
Stundum stíga jólasveinarnir niður af tignartróni sín-
um við hljóðfærið á pallinum og ganga í dansinn með
„litlu vinunum", sem þeir kalla.