Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 21
BREIÐFIRÐINGUR
19
„Hans þroski er skuldaður bernskunnar byggð,
því ber hann um seglin, þá rétt er að venda.
I glauminum öllum hann geymdi sín sjálfs,
var góðvinum hollur, en laus þó og frjáls.“
Og þessi glóð, þessi birta, þessir söngvar og þessi ljóð
eiga sér sameiginlegt andvarp:
„Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga.“
Nú er þetta félag og starfsemi þess þrjátíu ára, stofnað
17. nóv. 1938 í húsi Oddfellowreglunnar í Reykjavík, með
67 fundarmönnum.
Frummælandi var Guðmundur Jóhannesson, gjaldkeri
frá Skáleyjum en fundarstjóri var bróðir hans Andrés J.
Straumland, en fundarritari Jóhannes, skáld úr Kötlum.
En ekki þarf hér meira um þetta upphaf að segja, þar
eð saga fyrsta áratugsins var rituð árið 1948 eftir sr. Jón
Guðnason, skjalavörð og fræðimann í Reykjavík.
En tilgangur félagsstofnunarinnar má þó ekki gleym-
ast hér, því að hann er sá mælikvarði, sem öllu öðru frem-
ur hlýtur að móta sögu félagsins og samkvæmt þeim orð-
um hlýtur öll athöfn félags, sem þessa að dæmast.
En þessi hornsteinn samtakanna er í lögum þess orð-
aður svo:
Tilgangur félagsins er:
A. Að efla og halda við kynningu milli Breiðfirðinga,
sem dvelja á félagssvæðinu og þeirra, sem búsettir
eru heima í héruðum.
B. Að varðveita frá gleymsku sögulegar minjar frá
Breiðafirði og sérhvað það, sem viðkemur lifnaðar-
háttum þar í héruðum, sagnir um einstaka menn og
atburði, lýsingar athafnalífs og menningar, staða-