Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 7
Heilsið heim
Kæru Breiðfirðingar!
Hafið þið nokkurntíma tekið eftir, hve þetta eina orð
Breiðafjörður felur í sér heilan heim af minningum, von-
um og þrám, sem fremur öllu öðru í heiminum er tendur
okkur, svo að segja brot af okkar eigin tilveru í tíma og
rúmi, ævi eilífð.
Breiðafjörður. Um vitund okkar streyma minningar frá
upphafsöld okkar í þessu kalda, en þó kæra og yndislega
landi. Við minnumst speki Gests Oddleifssonar í Haga,
sannleiksástar vísindamannsins Ara fróða frá Reykhólum,
glæsimennsku og frægðar Kjartans og göfgi Ólafs Pá, að
ógleymdri stórmennsku og tign hinnar íslenzkustu konu,
sem land vort hefur alið, Guðrúnar Ósvífursdóttur eða djúp-
hyggju Auðar í Hvammi.
Og þótt byggðir og saga Breiðafjarðar hverfi mjög í
mistur og sorta kúgunaraldanna, eru þar þó enn uppi merk-
isberar stórmennsku og frjálshyggju, sem sést af sögu Ólaf-
ar ríku, og strax er rofar til fyrir sólu endurreisnartíma-
bilsins koma þar fram á sjónarsviðið tveir mestu braut-
ryðjendur á sviði nýíslenzkrar tungu og bókmennta, þeir
Eggert Ólafsson og Jón Thoroddsen.
Engin kvæði, þrátt fyrir mestu útbreiðslu, svo að segja