Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 83
BREIÐFIRÐINGUR
81
Ef ég dauður félli frá
firrtur nauðarvakki,
mikill auður yrði þá
á þér snauði Bakki.
Hún tók mildara á og mýkti sárindin og svaraði:
Vertu í tali viðfeldinn
víst það eyðir trega.
Böl þó ali bágindin
brúka ei kala tilsvörin.
Þar var þeim bölið sárt, því að 3 eða 4 börn sín misstu
þau úr barnaveiki, önnur tekin í fóstur, en þau flosnuðu
upp og fluttu að Rifi, hvar Björn fórst 1862 við björgun
manna af báti er hvolfdi í lendingu. (Sjá handrit Sighvatar
Borgfirðings á Lands.skj.s.) Um árabil var Brynjólfur
austur í Árnessýslu og kynntist þar konu sinni Guðrúnu.
Einnig réri hann suður með sjó, líklega í Leirunni, en hélt
heimili með móður sinni í Reykjavík um 1874, en upp úr
því fór hún með bróðurdóttur sinni alfarin vestur til Winni-
peg og dó þar hjá henni og manni hennar aldamótaárið.
Eftir að Brynjólfur fluttist aftur á Vesturland mun hann
lengst af hafa búið á Litlanesi. Ekki varð þeim hjónum
barna auðið, en ólu upp tvo drengi, Kristján Sólbjartsson
og Gísla Konráðsson frænda Brynjólfs, en Konráð faðir
hans var sonur Konráðs Konráðssonar er lengi var utanbúð-
armaður í Stykkishólmi, en hann var sonarsonur Konráðs
Konráðssonar — Gíslasonar í Bjarnarhöfn. Kristján Sól-
bjartsson er dáinn fyrir all-löngu en Gísli rekur allstórt
hænsnahú vestur í Hnífsdal, á 4 börn og elztan Brynjólf.
Um fermingu kom svo bróðursonur Brynjólfs Björnsson-