Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 23
BREIÐFIRÐINGUR
21
meira og minna leyti merkt óhollum lífsvenjum og langt
frá heilbrigðu lífi? Mun það á okkar valdi að losa heim-
inn við lélega maga, ofþreytt hjörtu, slappa vöðva og pínd-
ar taugar eða leysa hann undan áþján áfengis og annarra
skaðnautna? Nei, því miður getum við alltof lítið einfald-
lega af því, að við getum sjálf aldrei byrjað á byrjuninni.
Það er nú svo, að ef við höfum hneppt á skakkan hnapp í
upphafi — eins og hann Jón litli gerði á vestinu sínu —
er hætt við að fyrir okkur fari eins og honum, skekkjan
fylgi okkur eftir að síðasta hnappagatinu. Hins vegar ættu
hinir ungu, þeir sem enn hafa ekki hneppt á vitlausa tölu,
að eiga hægra um vik að byrja á réttu upphafi, réttum lífs-
háttum, og því frekar að hafa í höndum möguleikann —
að skapa heilbrigt líf, ef eldri kynslóðin gæfi þeim tæki-
færið, veitti þeim aðstöðu til þess.
Heilbrigt líf, við skulum gera okkur ljóst að það er víð-
tækt hugtak -— spannar yfir stórt svið. Grunnur þess er
heilbrigt, jákvætt lífsviðhorf, — rétt gildismat á verðmæt-
um andlegum sem efnislegum. „Fjóstrúin“ hefur t. d. aldrei
verið líkleg leið til heilbrigðis og lífshamingju, en um hana
kvað Grímur Thomsen þetta:
Verst er af öllu villan sú
vonar og kærleikslaust
á engu hafa æðra trú
en allt í heimi traust,
fyrir sálina setja lás
en safna magakeis
og á veltyrfðum bundinn bás
baula eftir töðumeis.“