Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
færa mér nokkrar vísur Brynólfs og vildi ég óska, að fleiri
vildu svo vel gjöra.
A árum áður hafði verið mannmargt á Firði og gest-
kvæmt mjög og þykir mér trúlegt, að ekki hafi þurft að
óttast mjög um að gesti leiddist stundarkorn ef Brynjólfur
var við látinn.
Margir húsbændur mundu hafa viljað eiga víða slíkan
orðstír, er Brynjólfur bar þeim Fjarðar hjónum, Bergljótu
og Þórði. Með sinni hversdagslegu glaðværð tjáði hann
húsmóður sinni að morgni dags, að ekki mundi hann lifa
þann dag allan. Það var tæpast von að slíkt væri í fyrstu
tekiö alvarlega, en svo reyndist það, er hann hafði kvatt
alla, sloknaði hans ljós ósköp rólega á þeim tíma er hann
hafði gert ráð fyrir. — Ekki nóg með það! Morguninn
þar eftir mælti bróðursonarsonur hans norður í Miðfirði,
yfir morgunmat sínum: „Nú hefur Brynjólfur frændi dáið
í nótt.“ Ekki þótti öðrum mark að slíkum draumi, þar
sem hann hafði aldrei séð Brynjólf, aðeins heyrt brugðið
upp málfæri hans. „Jú, það var ekki vafi, þessi tröllaukni
mikilúðlegi maður hafði komið til hans og sagt: „Jæja,
frændi, þá er ég fluttur.“ Þennan sama dag var þetta stað-
fest með símskeyti.
Eg varð þess aðnjótandi að kynnast nokkuð þeim góðu
Fjarðar-hjónum, og er þess fullviss, að Brynjólfur föður-
bróðir minn hefði viljað votta sinni kæru húsmóður virð-
ingu og þökk hefði hann átt þess kost að leggja krossmark
yfir kistu hennar.
Ingþór Sigurbjörnsson.