Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
um og þó ekki sízt tímariti Breiðfirðinga á þessum merkis-
árum, Gesti Vestfirðingi.
Varaforseti fyrsta fundarins og forseti margra síðar var
hins vegar sr. Ólafur Sívertsen í Flatey, en sonur hans sr.
Eiríkur Kúld ásamt Staðarpresti sr. Ólafi Johnsen var rit-
ari bæði þá og oft síðar.
En hann lýsir aðstöðu manna á fyrstu fundunum á þessa
leið:
„Eins og sjá mátti á öllum þeim, er sóttu fundi þessa,
áhuga mikinn á málefnum þeim, er flutt voru á fundunum,
svo lýsti sér og í andliti hvers manns gleði og ánægja, með-
an á fundunum stóð. Og gjörðu margir greindir menn þá
játningu við lok fundanna, að þeir mundu fáa og sumir
enga slíka gleðidaga á ævi sinni.“
„Það má fullyrða“, bætir hann við, „að fundir þessir
fóru vel og skipulega fram í flestu tilliti, og má enginn
vita hversu mikil og merkileg not mega að slíkum fundum
verða, þegar það er aðalstefna þeirra að glæða með mönn-
um þjóðerni vort, frelsisást og ættjarðarást og ræða ýms þau
mál, er tímanna byltingar og þjóðarástands vort bendir
oss til, að miklu varði fyrir landsheillir vorar og velfarnan.“
Samhliða Kollabúðafundum í föstum tengslum við þá
í fyrstu voru Þórsnesfundir á hinum gamla þingstað Þórs-
nesinga við Stykkishólm. En þeir urðu bæði færri og fá-
mennari, þótt merkir væru.
En allt þetta fundarhald var undirbúningur hinna
dreifðu byggðarlaga til sóknar á fundi alþjóðar við Öxará.
En slíkir fundir alþjóðar voru til fulltingis Alþingi hinu
nýja í Reykjavík, eins og glöggt kom fram á þjóðfundinum
fræga 1851.