Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 79
BREIÐFIRÐINGUR
77
ist að mörgu leyti hafa verið haldinn óró og eirðarleysi
listamannsins og þeirri áráttu fræðimanns að hugsa meira
um bækur en bú, enda mun honum lítt hafa fénast um æv-
ina allra sízt við búskap.
Hann segir sjálfur um þessa víðförli sína:
„Upp ég runninn vestra var
við sárþunnan forðann
er nú kunnur alls staðar
austan, sunnan, norðan.“
Til Flateyjar kom hann fyrst á jóladaginn 1885 og yrkir
um það þessa vísu:
„Flýtur gnoð um flyðru bú
firða kætir sinni.
Flatey skoða fæ ég nú
fyrst á ævi minni.“
Þar dvelur hann svo fram yfir 1890, en flyzt svo upp í
Múlasveit.
Bjó lengst í Litlanesi, eða þangað til kona hans Guðrún
Guðmundsdóttir andaðist laust fyrir 1920. En þá hætti
hann alveg búskap og fór til Guðmundar Björnssonar, sýslu-
manns, sem var frændi hans og þá kominn suður í Borgar-
nes, en hafði áður verið á Patreksfirði.
Ekki var hann þar samt lengi, en kom aftur vestur í
Múlasveit og dvaldi síðasta áratug ævinnar að Firði hjá
hreppstjórahjónunum Bergljótu Einarsdóttur og Þórði Jóns-
syni. Skipti þar minnstu um efni hans til framfæris sér,
því að hann var þar að öllu leyti sem nákomið skyldmenni,
virtur og velmetinn af heimilisfólki og húsráðendum, var
sem þeim þætti heiður að dvöl hans fremur en erfiðleikar.
Brynjólfur var hugþekkur öldungur, hæglátur, gætinn,