Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 9

Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 9
BREIÐFIRÐINGUR 7 ans, í fagnaðarhrifningu þess að njóta útsýnisins af tind- inum, eftir að hafa gengið upp hið voveiflega gil. Hver, sem hefur séð Breiðafjörð breiða sumarskreyttan faðm móti sér kannast ekki við þessa lýsingu, „Eins og heilög guðs ritning lá hauður og sær. / Allt var himnesku gull- letri skráð.“ Og þannig mætti lengi telja, en aðeins að nefna einn enn, mitt einkauppáhald, Gest Pálsson, ógæfubarnið elsku- lega, með eldheita viðkvæmna hjartað, sem öllum betur skilur kjör hinna smáðu og hrjáðu. Hann elska ég mest allra þeirra Breiðfirðinga, sem hafa getið sér ódauðlegt nafn. Og Breiðafjörður hefur ekki enn hætt að leggja eld að glóðum þeirra vona, sem telja hann eiga eftir að verða vöggu, og veita vöggugjafir mörgum fleiri eldgjöfum þess- ara fámennu og fátæku þjóðar, þeir sýna það Dalamenn- irnir Stefán frá Hvítadal, sem því miður er horfinn af víg- vellinum og óskabarn og sómi íslenzkrar kennarastéttar og skáldmenntar: Jóhannes úr Kötlum. En þetta eru nú aðeins hinar almennu hugmyndir og minningar, sem orðið Breiðafjörður vekur í vitund okkar. Þær eru hugþekkar og kærar, en þó eru aðrar miklu hug- þekkari og kærari. Það eru einkaminningar okkar hvers um sig. Hvert einasta eitt okkar á þúsundir ljúfsárra angur- blíðra minninga, sem á einn eða annan hátt eru tengdar firð- inum okkar, með fjöllum sínum og sundum, eyjum og ám, tindum og dölum. Minningar um gleði og sorgir, störf og hvíld, sem á einhvern dularfullan hátt eru háðar breið- firzkum kvöldum og morgnum, nóttum og dögum. Þar eigum við öll eða flest okkar inndælu, draumbláu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.