Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
Aðra vísu lærði ég einnig, sem mér var sagt að Brynjólfur
hefði ort yngri. Þótti hann þá eitthvað óvenjulega fámáll
og dapur, þar sem hann var á Hvítung sínum á ferðalagi,
líklega hafa verið einhverjar ástarraunir að brjótast fram
í huga hans:
„Hvítings gæðin meta má
meira en klæðahrundir.
Hann því svæði aldrei á
eykur mæðustundir.“
Þannig orti hann um hughrif og átök líðandi stundar, batt
augnablikið í orð, gaf því eilífð í máli og mynd, ef munað
varð.
Brynjólfur var að eðlisfari fyrst og fremst fræðimaðui
og fræðasjór. Það var ótrúlegt, sem hann vissi, mundi og
sagði frá um menn og málefni, rakti ættir, atvik, örlaga-
þræði og drauma jafnvel löngu liðinna kynslóða.
En hann hafði ekki numið eða þroskast til ritstarfa, þótt
hann hefðu stundað mikið lestur og sjálfsnám. Hann var
sílesandi og las bæði dönsku og norsku fullum fetum, án
allrar skólagöngu. Áreiðanlega var hann eini maðurinn í
sveitinni okkar, sem þannig gat horft inn í heim útlendra
bókmennta, þótt mikið væri lesið og lært af ljóðum og
sögum. En æskan skilur aldna þuli yfirleitt of seint, og
gleymir að setjast að fótum sinna fræðara fyrri en munnur
þeirra lokast, heldur satt að segja að það sé nógur tími
seinna. Og svo var það hér. En ævitíminn eyðist og
Brynjólfur fór með sinn fróðleik á vit annarra heima eða
inn í veröld hinna eilífu þagnar. Það er fyrst nú, að maður
veit hvers farið var á mis.
Brynjólfur mun víða hafa dvalið um ævina. Hann virð-