Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
Vítti hann oft hart fyrir helgidagavinnu, nema unnið
væri í hans þágu. Þá var allt sjálfsagt, að sagt var.
Einu sinni síðdegis á sunnudegi í óþurrkatíð vildi hann
fá bændur á Skálmarnesi til að flytja sig til Flateyjar. En
þá var uppbirt með miklum þerri eftir langvinnar vætur.
Og færðust menn undan.
„Ég veit,“ sagði sr. Markús, að hvergi eru slíkir fantar
til sem í Múlasveit, elka vi“.
Þórður Eiríksson, bóndi á Firði, samsinnti honum og
sagði:
Satt segir þér, blessaður prestur vor, annars hefði Guð
ekki refsað oss, með slíkum presti, sem þér eruð.“
Sr. Markús Snæbjörnsson var veraldlega sinnaður mað-
ur að dómi samtímafólks, auðugur að jörðum, deilugjarn,
röggsamur í embætti, fræðimaður nokkur, hagmæltur og
mjög kvenhollur.
Kona sr. Markúsar var Sesselja Jónsdóttir prests á Þing-
völlum, ófríð kona og ekki smekkvís í klæðaburði.
Þau voru bræðrabörn, frú Sesselja í Flatey og Hannes
biskup í Skálholti.
Einu sinni þegar Hannes biskup visiteraði í Flatey tók
maddaman á móti honum, búin hólkvíðri, mórauðri karl-
mannspeysu og sagði: „Sæll vert þú, bróðir.“
Hún þjáðist af stöðugum ótta og afbrýðissemi gagnvart
manni sínum sr. Markúsi, enda þótti full ástæða til þess.
Hann elti hvert pils eftir mætti.
Sr. Markús veiktist af vöðvarýrnun eða visnun, sem köll-
uð var og var kararmaður hin síðustu 20 ár ævinnar, en
hélt þó alltaf embætti. Mátti um það segja: