Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
Segja má að stefnuskrá þessa rits sé í engu frábrugðin
stefnuskrá félagsins sjálfs. En sé blöðum þess flett kemur
í ljós nokkur líking og skyldleiki við Gest Vestfirðing hið
breiðfirzka tímarit fyrri daga, sem dagskrá Breiðfirðinga-
félagsins í útvarpinu var helguð í fyrra.
Má þó segja, að þetta hafi orðið ósjálfrátt, því að eng-
inn ritstjóra Breiðfirðings mun hingað til hafa haft neitt
sérstakt til viðmiðunar um efnisval, annað en takmarka
það sem mest við breiðfirzk málefni og höfunda. En að
sjálfsögðu þrengir það nokkuð kosti ritsins.
Héraðsfélög annarra landshluta t. d. Borgfirðingar og
Skagfirðingar hafa farið aðra leið og látið semja sögur
héraðanna eða vissra tímahila í sögunni.
Þessi leið var erfið hjá Breiðfirðingafélaginu, þar eð
félagssvæðið er svo víðlent, þrjár sýslur um að ræða.
En væntanlega kemur sú tíð, að þetta verði einnig hægt
og þá einkum valið að gera sögu og sögur breiðfirzkra
höfuðbóla að höfuðviðfangsefni.
Efni Breiðfirðings hefur því ávallt verið mjög fjölbreytt.
Þar hafa hirzt æviminningar merkra manna, einkum sam-
tíðarmanna, sögur og sagnir um viðburði fyrr og nú, fróð-
legar greinar um atvinnuhætti og þjóðlega siði, en einnig
ljóð og sögur, ævintýri, sönglög og fréttir.
Þar hefur verið ritað um breiðfirzk höfuðból og sögu-
staði, sem byggðarlagið er mjög auðugt að. Og þar hefur
verið reynt að gera grein fyrir nútímaskilningi á merkum
sögupersónum, landnámsfólki, landkönnuðum, sjógörpum,
bændahöfðingjum og stórmennum fortíðar og nútíðar.
Og í Breiðfirðingi má lesa ljóð eftir frægustu skáld
þjóðarinnar eins og Jóhannes úr Kötlum og Jakob Smára