Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
en ætla mætti um gagnfræðaskólanema að lokinni skóla-
göngu. Nú ber þess að gæta, að fyrstu 130 síðurnar er ekki
helgaðar svonefndum gagnfræðum heldur frekast siðfrœði.
Þó er þar um enga siðfræðiprádikun að ræða heldur er
„fræðinni" komið fyrir í fjölbreyttu efni og skemmtilegu.
Þar eru m. a. nokkur úrvalsljóð eftir Jónas, Steingrím o. fl.
af eldri skáldum 19. aldar, kaflar úr Hávamálum og Hugs-
vinsmálum, þrjár ævintýraperlur H. C. Andersen, syrpa
af gátum og eitthvert ágætasta safn orðskviða og spakmæla,
sem við eigum. Til þessa efnis má og telja kaflann: Kraft-
ur sjálfra vor, sem ýmsir telja eitt hið nágætasta 1 bókinni.
En hann hefur að geyma stutta ævisöguþætti ýmissa manna,
er skarað höfðu fram úr í afrekum og ágætum á ýmsum
sviðum og tímum. Þá er þarna sandur af smásögum, marg-
ar örstuttar — sumar þeirra saklaust gamanmál, aðrar sí-
gildar dæmisögur og aðrar einfaldar, dæmigerðar lífs-
myndir fyrir börn að skilja og draga nokkurn lærdóm af.
Vel getur verið, að þvílíkt lesefni þyki ekki í tízku nú, en
hitt veit ég bæði af minni eigin reynd og annarra, að áður
fyrr lét það ekki barnshugann ósnortinn.. Og það sem meira
var, þannig matreidd var siðfræðin hverju barni auðskiiin
og auðmelt og hjálpaði því til að eignast siðrænan mæli-
kvarða og andlega kjölfestu. Mun ekki kynslóð nútímans
einnig hafa þörf fyrir það? Spurning, hvort ekki mætti
gefa þessu siðræna námsefni — og þessari gömlu kennslu-
aðferð meiri gaum og meira rúm í barnaskólum okkar en
nú vinnst tími til, þegar allir þurfa að keppast við að verða
sem lærðastir. Væri það ekki vert athugunar, ef nýjar
lestrarbækur yrðu samanteknar handa barnaskólunum?
Hugsanlegt væri að beita mætti einnig þessari kennsluað-