Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
glettinn og spaugsamur og lét oft fjúka í kveðlingum. Ilann
var lítið á ferli. Sem gott dæmi um stöðuglyndi hans og
æðruleysi má geta þess, að hann missti sjónina allt í einu,
mig minnir á einni nóttu, en hún hafði verið mjög góð mið-
að við háan aldur hans. Sennilega hefur blæðing í höfðinu
valdið þessu skjóta sjónleysi.
En hann sagði aðeins: „Jæja, nú get ég ekki lesið lengur.
Drottinn gaf, Drottinn tók.“ Svo var aldrei meira á það
minnzt.
Hann virtist alltaf furðu hress, þótt hann væri orðinn
88 ára og kvartaði aldrei um neinn lasleika, talaði mikið
og gjörði að gamni sínu, ekki sízt um sína eigin kröm
samanber vísuna:
Brynki var á fótum frár
fyrri daga sína
lotinn nú og lappasár
lúa verkir pína.“
En morgun nokkurn vaknaði hann snemma, settist upp í
rúmi sínu og sagði: „Mig langar til að kveðja vini mína
hérna á Nesinu (Skálmarnesi) og vil láta senda eftir þeim
strax, því að ég dey í dag fyrir kvöld.“ Svo var gjört sem
hann bað. Bauð hann vinum sínum Bjartmanni smið og
Andrési á Hamri að rekkju sinni og ræddi við þá ásamt
heimafólki um útför sína og umbúnað. Hann bauð þeim í
nefið úr pontu sinni, sem var virðulegur og silfurbúinn
tóbaksbaukur, og kvaðst nú ekki þurfa neins að njóta
framar af innihaldi hans. Þetta var að áliðnu hádegi, en
fyrir klukkan fjögur þennan dag hallaði hann sér á kodd-
ann og sofnaði burt úr þessum heimi.
Þannig minnti hann enn á hina fornu spekinga ekki að-