Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 41
BREIÐFIRÐINGUR
39
urður Jensson hafði fyrstur unglingaskóla og kenndi þar
sjálfur og einn að mestu. En það var nýmæli og nýjung í
prestsstarfi, þótt margir prestar hefðu hins vegar einka-
kennslu á heimilum sínum.
Prestar, sem hafa þjónað á Skálmarnesmúla síðan 1921,
að sr. Sigurður Jensson lézt, eru sr. Halldór Kolbeins, sem
var fimm ár, sr. Sigurður Einarsson tvö ár, sr. Sigurður
Haukdal, sem var þriðji prófasturinn, sem þjónaði Flat-
eyjarþingum, en hann flutti að Bergþórshvoli, en eftir það
var sr. Lárus Halldórsson nokkur ár og síðast sr. Þórar-
inn Þór, sem hafði þó alla tíð aðsetur á Reykhólum, en
þaðan mun nú Skálmarnesmúla þjónað í náinni framtíð.
Kirkja sú, sem nú er á Skálmarnesmúla er vígð 1960, en
þá hafði verið þar kirkjulaust um marga áratugi eða síð-
an kirkjan, sem reist var 1847, fauk og var rifin.
Þessi kirkja er þó ekki líkleg til að endast lengi, en er
þó hljóður vottur þeirrar rótfestu, sem sú saga, sem hér
hefur verið sögð í örfáum orðum, hefur rist inn í nokkur
hjörtu. Hún stendur þar vörð í sveitinni litlu, sem bráðum
er nú í eyði. Arelíus Nielssoon.