Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 52
50
BREIÐFIRÐINGUR
Og áfram heldur litla áin, vindur sér niður eftir undur-
fögru hamragili — eitt af þessum undraverðu högglista-
verkum, sem náttúran lætur stundum meitil tímans meitla
til augnayndis á eftirlætisstöðum. Svo hægir hún á sér og
breiðir lítið eitt úr sér, þegar hún rennur í gegnum túnið
örskammt frá bæjarhúsunum. Og niður hennar léttur og
söngvinn rennur sarnan við önn dagsins og drauma vornæt-
urinnar. Það hafði hann gert kynslóð eftir kynslóð og eins
á dögum síðustu presthúsfreyjunnar á Stað. Hversu oft
hafði hann ekki sungið henni söngva sína? Og hversu oft
mun hún ekki hafa hlustað á hann — hið innra með sér —
þótt fjarlægðin hefti fót og ytri heyrn. En nú eru fjötrar
brostnir, og hvert skyldi fluginu þá fyrst hafa verið beint
nema einmitt þangað? Og nú í haust, þegar fölnað laufið
féll bleikt á beðina í gamla kirkjugarðinum á Stað, féll það
einnig á beðinn hennar. Þar skyldu líkamsleifarnar geymd-
ar við hlið ástvinarins, þarna örskammt frá litlu kirkjunni,
sem var henni „fegursta kirkja í heimi,“ þótt aðrir segðu
hana gráa og vindsorfna eins og gamla skemmu. En þetta
var hennar helgidómur fegraður af minningum og trú. Hver
veit líka nema henriar næma listeðli hafi skynjað það, sem
listamenn okkar hafa nú viðurkennt og haldið á lofti, að
litla, gamla kirkjan á Stað sé í sínum látlausa stíl og full-
komnu hlutföllum eilt fegursta guðshús landsins, enda varð-
veitt nú sem þjóðlegur helgidómur.
Frú Ólína andaðist í Reykjavík 10. september 1964, og
jörðuð að Stað 18. sama mánaðar.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir.