Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
vinnulífi. Einkum að vori, á það sérstakan blæ, sem engu
öðru líkist.
Allt þetta og margt fleir átti sitt upphaf í bakhúsinu
við Skólavörðustíg 6 B, Breiðfirðingabúð.
Þar lagði einnig Jón Júlíus Sigurðsson fram hugmynd
sína um söfnun og safn breiðfirskra rita og bóka. Komst
raunar byrjunin í framkvæmd, sem sjá má í lítilli hillu í
fundarherbergi félagsins.
Árum saman safnaði hann og fleiri úrklippum blaða
um byggðir við Breiðafjörð. Væri æskilegt, að þessi hug-
mynd komist í framkvæmd, ásamt kvikmyndagerð og söfn-
un mynda og minnja heiman að. Yrði slíkt safn þótt lítið
væri sannarlega skrautfjöður í hatti félagsins í nýjum og
hagkvæmum húsakynnum framtíðar — Þar má ekkert
gleymast í hönnun og útbúnaði, sem orðið gæti breiðfirsk-
um minningum og menntum til hags og heilla.
Hér skal að lokum skráð stutt yfirlit um stjórn Breið-
firðingaheimilisins hf. og húsbændur í Breiðfirðingabúð
þessi 33 ár, sem hún hefur verið eign, undir umsjá og
starfsvettvangur Breiðfirðingafélagsins að mestu, þótt á
flest hafi verið minnst hér að framan.
Húsið sjálft Skólavörðustígur 6 B var upphaflega byggt
sem trésmíðaverkstæði árið 1903. Það nefndist þá oftast
Gamla Kompaníið í sambandi við samtök þeirra manna,
sem stofnuðu og starfræktu smíðaverkstæðið, sem þá var
eitt hið stærsta eða stærst í bænum á sínu starfssviði. Völ-
undur var kannske stærri. En á öðrum vettvangi.
Eigendur og stofendur voru nokkrir. En þekktastur
Bjarni Jónsson frá Galtafelli, oft nefndur Bíó-Bjarni í dag-
legu tali og svo Jón Halldórsson.