Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 71

Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 71
BREIÐFIRÐINGUR 69 bura svo voru tvö börn fyrir, Magnús og Stefanía, af hans fyrra ihjóna'bandi, sem sagt tólf manna fjölskylda, þegar flest var í heimili. Þau hjónin eignuðust alla jörðina. Ragna seldi sinn part í Ytri-Fagradal til að kvitta það sem enn var ógreitt í Tindum. Þau þurftu aldrei að vera leiguliðar með sinn stóra barnahóp. — Anna var mamman og amman á heimilinu sem oft var leitað til og allan vanda leysti. Hún tók á móti tveim börnum þeirra hjóna, hafði oft tekið á móti börnum áður. Þegar fyrsta barnið fæddist tók Anna á móti því og mælti: „Það er fædd dóttir“ og móðirin mælti með bros á vör: „Þú átt að heita Anna.“ Tvo vetur fór Bergur til Reykjavíkur og vann frá ára- mótum til vors. Þá hirti Anna allar skepnur og fórst það vel. Hún var mikill dýravinur. Það er flæðihætta á Tind- um og verður að haf alla gát að ekki hljótist skaði af. Aldrei flæddi kind hjá Onnu. Anna var gædd kímnisgáfu og sá vel hið broslega í lífinu og tilverunni, yrði það til að særa, var því aldrei beitt. Þegar Anna var áttatíu og tveggja ára kenndi hún inn- vortis meins og fór að ráði dóttur sinnar og fóstursonar til Reykjavíkur og var skorinn upp í Landsspítalanum af Snorra Hallgrímssyni. Aðgerðin tókst, hún eftir nokkra 'daga komin með stramma, garn og nál og farin að flosa. Þá varð prófessornum að orði: „Þú ert okkur læknunum hér til stór sóma, Anna mín“. „Mikið er að heyra í læknin- um, ég kerlingar afmánin.“ Fóstursonurinn sótti hana í sjúkrahúsið og þau hjónin höfðu hana hjá sér meðan hún var að hressast betur. Þarna leið Önnu vel, ég sem þessar línur skrifa heimsótti hana og sá það sjálf. — Með vordögum hélt Anna aftur heim í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.