Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 71
BREIÐFIRÐINGUR
69
bura svo voru tvö börn fyrir, Magnús og Stefanía, af hans
fyrra ihjóna'bandi, sem sagt tólf manna fjölskylda, þegar
flest var í heimili. Þau hjónin eignuðust alla jörðina. Ragna
seldi sinn part í Ytri-Fagradal til að kvitta það sem enn var
ógreitt í Tindum. Þau þurftu aldrei að vera leiguliðar með
sinn stóra barnahóp. — Anna var mamman og amman á
heimilinu sem oft var leitað til og allan vanda leysti. Hún
tók á móti tveim börnum þeirra hjóna, hafði oft tekið
á móti börnum áður. Þegar fyrsta barnið fæddist tók Anna
á móti því og mælti: „Það er fædd dóttir“ og móðirin mælti
með bros á vör: „Þú átt að heita Anna.“
Tvo vetur fór Bergur til Reykjavíkur og vann frá ára-
mótum til vors. Þá hirti Anna allar skepnur og fórst það
vel. Hún var mikill dýravinur. Það er flæðihætta á Tind-
um og verður að haf alla gát að ekki hljótist skaði af.
Aldrei flæddi kind hjá Onnu. Anna var gædd kímnisgáfu
og sá vel hið broslega í lífinu og tilverunni, yrði það til að
særa, var því aldrei beitt.
Þegar Anna var áttatíu og tveggja ára kenndi hún inn-
vortis meins og fór að ráði dóttur sinnar og fóstursonar til
Reykjavíkur og var skorinn upp í Landsspítalanum af
Snorra Hallgrímssyni. Aðgerðin tókst, hún eftir nokkra
'daga komin með stramma, garn og nál og farin að flosa.
Þá varð prófessornum að orði: „Þú ert okkur læknunum
hér til stór sóma, Anna mín“. „Mikið er að heyra í læknin-
um, ég kerlingar afmánin.“
Fóstursonurinn sótti hana í sjúkrahúsið og þau hjónin
höfðu hana hjá sér meðan hún var að hressast betur. Þarna
leið Önnu vel, ég sem þessar línur skrifa heimsótti hana og
sá það sjálf. — Með vordögum hélt Anna aftur heim í