Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 9
BREIÐFIRÐINGUR
7
Einar G. Pétursson
Staðarfell og kirkjan þar
1. Elstu heimildir um Staðarfell og upphaf kirkna
Á Staðarfelli á samkvæmt Landnámu fyrstur að hafa búið
Þorgrímur þöngull, sonur Kjallaks landnámsmanns á Kjall-
aksstöðum. Sagt var, að hann hefði búið undir Felli,1 eða
Felli hinu innra og var svo sagt fram yfir siðaskipti, en undir
Staðarfelli var einnig notað jafnhliða, en elsta dæmi um, að
sagt sé á Staðarfelli er úr þætti af Sturlu Þórðarsyni sagna-
ritara í Sturlungu.2 í Njálu segir, að „undir Felli“ hafi búið
Þorvaldur Ósvífursson, sem var fyrsti maður Hallgerðar
langbrókar Höskuldsdóttur,3 sem Gunnar á Hlíðarenda átti
seinna.
Á þessum árum var ekki kristni hér í landi. Margt er óljóst
um trúariðkanir íslendinga á þeim tímum. Síðari tíma fræði-
menn hafa dregið í efa tilvist hofa, eða húsa fyrir dýrkun
goða, en ljóst er, að heiðin trúarbrögð studdust ekki við þá
sterku miðstýringu, sem fólst í prestum, próföstum, biskup-
um, erkibiskupum og páfa. Mér hefur virst, að sumir kirkj-
unnar menn vilji gera sem mest úr kristni á íslandi fyrir
kristnitökuna árið 1000, en að mínum dómi væri sómi kristn-
innar því meiri sem heiðnin var sterkari.
Sennilega þætti öllum fengur í að vita meira um innra trú-
arlíf manna á 11. og 12. öld, en þá var kristnin að festa rætur
og ná tökum. Ekki væri heldur ófróðlegt að vita meira um
Grein þessi er upphaflega erindi tekið saman fyrir kirkjuhátfð á Staðarfelli,
sem haldin var þar 23. ágúst 1981 til að minnast 90 ára afmælis núverandi
kirkju. Fyrir prentun voru gerðar á lestrinum fáeinar lagfæringar, settar inn
millifyrirsagnir og tilvísanir. Auðvelt væri að lengja þessa grein verulega,
segja meira frá einstökum ábúendum og prestum.