Breiðfirðingur - 01.04.1987, Qupperneq 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
ytri búnað kristninnar, svo sem guðshús og kirkjugöngur.
Sumir hafa gengið svo langt að telja, að kirkja hafi verið á
hverjum bæ,4 en trúlegt er þó, að ýmsir hafi verið tómlátir
um guðs kristni á fyrstu tímum hennar, einkum áður en
stjórn hennar komst í viðunandi horf á seinni hluta 11. aldar
og um 1100.
Um 1100 gerast mikil tíðindi hér í landi. Árið 1096 eða 7
er tíund lögtekin og frá svipuðum tíma er talið vera hið
forna jarðamat, þar sem hver jörð var metin til svo og svo
margra hundraða. Hvert hundrað var 120 álnir á landsvísu
eða kvíildi, þ.e. ein kýr eða sex ær loðnar og lembdar.
Jarðamatið hefur hlotið að vera viss grundvöllur fyrir tíund-
ina. Um 1120 skrifa menn lög þar á meðal Kristinna laga þátt
og íslendingabók Ara fróða er rituð. Eflaust hefur fleira
merkilegt gerst um þetta leyti, þótt við vitum það ekki nú,
enda ekki staður til að fjalla um það hér.5 Lögfesting tíundar
hefur verið geysilega merkilegt mál. Með henni fékk kirkjan
öll sem stofnun efnahagslegan grundvöll. Ekki var þessi
skipan skammlíf, því 1914 voru seinustu ákvæði tíundarlaga
felld úr gildi. Er varla trúlegt, að margt af verkum okkar
samtíðar standist svo lengi tímans tönn, ef heimur stendur.
Ekki eru nú kunnar neinar heimildir fyrir því, hvenær eða
hvar fyrst var reist kirkja á Fellsströnd. Það gæti hafa verið
á Staðarfelli, en eins víst, að það hafi verið á einhverjum
öðrum bæ, sem við vitum alls ekki um hver var. Svo hefur
verið talið, að höfðingjar hafi reynt að reisa kirkjur fyrir sig
og nágranna sína. Ekki eru mér kunnar heimildir um, að
menn hafi hér á landi látið smíða kirkjur í félagi eins og al-
gengt var á þessum tímum á Norðurlöndum.
En hver átti kirkjurnar vilja menn spyrja? í Kristinna laga
þætta forna stendur. - Hér er farið eftir því handriti, sem
kennt er við Staðarfell. - „Landeigandi er skyldur að láta
gera kirkju á bæ sínum, hvar sem fyrr lét gera.“6 Með öðrum
orðum er skylda á jarðareiganda að kirkjan sé á jörðinni, ef
hún hefur verið þar áður og sé endursmíðuð ef þörf gerist.
Einnig segir á sama stað í Staðarfellsbók: „Landeigandi á að