Breiðfirðingur - 01.04.1987, Síða 11
BREIÐFIRÐINGUR
9
Staðarfell. Myndin er sennilega frá því um 1920. Ljósm. Jón Guðmundsson
í Ljárskógum. Þjóðminjasafn Islands.
leggja fé til kirkju, svo að biskup vilji vígja fyrir þeim
sökum.“ Hér kemur fram það skipulag, sem hélst æði lengi,
og að nokkru enn. Kirkjan var eign landeiganda og til að sjá
um að hægt væri að halda uppi kirkjum, hafa biskupar viljað
að þeim fylgdu eignir, því að kirkjuvígslur gátu orðið gagns-
litlar, ef ekki voru líkur til, að kirkja gæti haldist þar sakir
fátæktar. Þetta er beinlínis orsök þess, að kirkjur eru oftast
á stærstu og mestu jörðunum, en ekki á kotunum, þar sem
menn áttu fullt í fangi með að hafa í sig og á.
Upphaf kirkjusókna og hreppa er óljóst, en þó er ljóst, að
hreppaskipanin er eldri, því að í tíundarlögunum er gert ráð
fyrir því, að hreppar sjái um skiptingu þeirrar tíundar sem
gekk til fátækra. Annars eru engin tengsl milli sóknar- og
hreppamarka. Svo er að sjá sem sóknaskipan hafi verið
mjög föst svo langt aftur í aldir sem rakið verður, og finnst
mér trúlegt, að svo hafi einnig verið hér. Aftur á móti var
ekki hugsað um að hafa kirkjur miðsvæðis svo að mjög mis-
langt var á milli kirkna. Má t.d. nefna, að í Hörðudal var
engin kirkja, en í Miðdölum var kirkja í Snóksdal, Sauða-
felli og Kvennabrekku. í Hvammsveit var kirkja í Ásgarði,