Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
Sælingsdalstungu og Hvammi. Næsta sóknarkirkja við Stað-
arfell var á Skarði, og einnig kirkja í Búðardal á
Skarðsströnd. Kirkjan í Dagverðarnesi er frá 1758, en
bæirnir Ormsstaðir, Stakkaberg, Kvennhóll og Hnúkur áttu
kirkjusókn að Skarði, þangað til kirkja var lögð niður í Búð-
ardal 1849. Þessari undarlegu sóknarskipan hefur örugglega
verið komið á með hagsmuni einhverra kirkjubænda í huga
og hefur hún eflaust kostað baráttu, þótt við kunnum nú
ekki frá henni að segja. Fjórðungur tíundar gekk til kirkju
og ef kirkjueigandi var einnig prestur, eða hafði prest á
sínum snærum, þá rann helmingur tíundar til hans. Þessi
hagsmunatengsl höfðingja við kirkjuna hafa örugglega ráðið
úrslitum um, hve auðveldlega gekk að koma tíund á hér á
landi.
Kirkjan var og er ekki frábrugðin öðrum að því leyti, að
hún lætur ekki einhvern og einhvern hafa umráð yfir pen-
ingum án þess að láta hann gera reikninga fyrir þeim. Þess
vegna varð að láta skrifa máldaga um eignir kirkju. Um
þetta segir svo í Kristinna laga þætti forna: „Þar er maður
leggur fé til kirkju, hvort sem það er í löndum eða búfé eða
í lausum aurum, eða í tíundum af þeim bólstöðum er hér-
aðsmenn skyldu þangað inna, þá skal sá maður er kirkju
varðveitir, láta gera máldaga þann allan á skrá, hvað hann
hefir gefið fjár eða aðrir héraðsmenn til þeirrar kirkju.
Máldaga þann er honum rétt að lýsa að Lögbergi eða í Lög-
réttu eða á vorþingi, því er hann heyr, hvað fjár liggur til
þeirrar kirkju. Hann skal láta ráða [þ.e. lesa] skrá og lýsa
þann máldaga heima að kirkjunni of sinn [þ.e. einu sinni] á
12 mánuðum hverjum, þá er menn hafa tíðasókn þangað
flestir."7
Af máldögum einstakra kirkna hér á landi er Reykholts-
máldagi elstur og frægastur, en hann er til í frumriti og hefur
aldrei farið úr landi. Elsta rithönd á honum er frá því fyrir
1200 og hafa menn giskað á, að hluti hans sé skrifaður af
Snorra Sturlusyni sjálfum.8 Biskupar fóru eðlilega snemma
að safna máldögum í bækur og þannig eru flestir nú varð-