Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 19
BREIÐFIRÐINGUR
17
Mynd af ÁM. Fasc. IV 1 í Árnasafni. Bréfið er, eins og segir í lok þess,
skrifað í Hjarðarholti 30. október 1385 eða 1384. í bréfinu er greint frá söiu
Örnólfs á hálfu Staðarfelli til Guttorms sonar hans. Salan fór fram undir
Staðarfelli 3. mars 1383. Stærð bréfsins er 22,0 x 10,1 sm. Aftast í 5. línu og
áfram stendur:
Sagdi fyr nefndr avrn- I6 olfr til suo felldra jtatka ath stadar fell ætti alla
selweidi firir skogv/n. alla holma sker ok selueidi fir;> ara stavdvm /7 wt ath
klifi. ok allann flekko dal med afrétt sem watnfavll deila nordr aa fiavll ok ath
fornu hefí> fylgt. greindi þratt- / 8 nefndr aurnolfr þessi landa merki milli
stadar fellz ok skóga. Réttsyni af siauar baukkum firfr wtan skoga holm ok
/9 vpp aa merki hrijs vtan werd ok þadan annat Réttsyni wpp aa hrafshaúg.
af hrapshaug sionhennding upp aa wifils toptir /10 af wifils toptum ok wpp
j moshola waurdo. En j millum ara stada ok stadar fellz skal Rada gardr saá
er wpp geingr / 11 or sabinv wik ok wpp j áá. skal flekkv dals aa Rada firir
ofan sem jord geingr ath. en milli hallz stada ok stadar fellz /12 eignar j
flekko dal. skal Rada lækr firir ofan hól er ofan fellr or leyningvm vpp aa
fiall ok fram j áá.
Tölur í textanum tákna línunúmer. Ljósm. Arne Mann Nielsen.
átt dalinn. Miklar sagnir eru um þennan dal og eiga þar að
hafa verið fimm eða sex bæir, þar á meðal kirkjustaðurinn á
Staðarbakka, sem fyrr var nefndur. í einum máldaga frá því
seint á 15. öld er sagt, að kirkjan eigi jörðina Bakka 16
hundruð að dýrleika,24 en ekki er víst, að þar sé átt við Stað-
arbakka. Lengi var talið, að hálfur Flekkudalur væri þau tíu
hundruð í landi, sem kirkjan átti.
Það var ekki einsdæmi, að kirkjur ættu óbyggða dali, líkt
og Flekkudal. Sú skýring er hugsanleg, að í þeim hafi verið
byggð í upphafi byggðar í landinu, en hafi lagst í eyði
snemma og þá hafi þessir lítt byggilegu dalir verið lagðir til
kirkna. Pær höfðu oft í þeim sel, og þegar best áraði var þar
byggð allt árið. Þetta gæti e.t.v. skýrst með skipulagðri rann-
sókn á kirknaeign á afréttardölum.
Frá tímum þessarar ættar frá Örnólfi Jónssyni til Orms
Sturlusonar eru ýmis skjöl til og mætti sitthvað til tína um
ættina, en hér verður aðeins stuttlega vikið að fáeinum at-
riðum, sem varða staðinn og kirkjuna. Árið 1451 lukti Úlfrún
Þorsteinsdóttir, ekkja Helga Guttormssonar sonarsonar