Breiðfirðingur - 01.04.1987, Síða 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
Margrét Nikulásdóttir við staðarforráðum. Börn þeirra dóu
í bólunni 1707 nema Katrín, sem tók við búi 1731.47 Hún var
þá barnlaus ekkja eftir Gísla Jónsson í Mávahlíð, son
Bauka-Jóns, en stjúpbörn hennar voru Magnús amtmaður
Gíslason, forfaðir Stephensens-ættar og Guðríður kona
Finns biskups Jónssonar í Skálholti.
Þegar Björn Jónsson tók við Staðarfelli var kirkjuskuld
gömul 43 hundruð og 55 álnir og ýmislegt að auki þótti hon-
unm á vanta. Árið 1689 gerði Björn mikla reisu austur að
Stórólfshvoli að heimta skuldina af erfingjum Helgu Þor-
láksdóttur, en ekki var á hann hlustað. Árið eftir var sætst á,
að upp í skuldina yrði borguð 14 hundruð og 84 álnir, en
kostnaður við innheimtu var 10 hundruð og 105 álnir.48 Þann
tíma sem niðjar Guðhrands höfðu Staðarfell virðist hafa
verið los á málum kirkjunnar, enda bjuggu þar þá ekki alltaf
eigendur. Kirkjan frá 1666 er sú elsta, sem einhver hugmynd
er um útlit á. Hún var í 6 stafgólfum eða um 15 álnir á lengd,
en núverandi kirkja er sjálf án forkirkju rúmar sextán. Fjala-
gólf var aðeins í tveimur stafgólfum í kór og einu stafgólfi
framkirkju. í vísitatíu biskups 1675 er sagt, að hún sé ekki
öll þiljuð. Langbekkir voru meðfram veggjum. Ný kirkja var
reist 1734. Hún hefur verið álíka löng og núverandi kirkja,
en mjórri 8 álna breið í stað 103/4 og hæðin aðeins minni en
nú er undir þakskegg.49 Uppúr 1770 var sett loft í þrjú fremri
stafgólfin vegna þrengsla. Báðar þessar kirkjur voru torf-
kirkjur.
Árið 1699 á kirkjan hjá eiganda 34 hundruð og 5 álnir.
Upp í þá skuld voru greiddar í Innri-Njarðvík 1705 eyjarnar
Líney og Hrúthólmi með Flögunum50 sem liggja millum
hans og Deildareyjar fyrir 15 hundruð í lausafé. Þetta voru
seinustu fasteignir sem kirkjan eignaðist, en af fastagóssi í
eigu kirkna þurfti ekki að gjalda tíund. Ekki er nú kunnugt,
hvað kirkjan frá 1734 var dýr, en er Katrín dó 1761 var inn-
stæða kirkjunnar 9 hundruð og 79 álnir.
Ýmislegt lögðu þær mæðgur, Margrét og Katrín, kirkj-
unni. Frá 1722 er önnur kirkjuklukkan, sem kostaði 6