Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
Einar Kristjánsson
Brúnkolavinnsla á Skarðsströnd
Framan af þessari öld var sagt í kennslubókum að nálega
engin jarðefni væru til nota á íslandi, utan mór, brennisteinn
og lítilsháttar af silfurbergi. Síðustu áratugi hefur þó eitt og
annað komið í ljós, er sýnir að landið geymir mörg önnur
efni.
Með aukinni þekkingu og nýrri tækni eiga vafalaust eftir
að finnast margs konar fleiri efni í jörðu. - Flver hefði t.d.
trúað því um síðustu aldamót, eða seinna, að slík gullnáma
leyndist á botni Mývatns, sem vinnsla kísilgúrs hefur leitt í
ljós? Eða þá, að sjálft grjótið í landinu gæti skapað ein-
angrun og hlýju í híbýlum fólks eins og steinullarvinnslan
hefur sýnt? Og þannig mætti áfram þylja varðandi ný og áður
óþekkt efni.
Pað þóttu mikil tíðindi þegar það spurðist um Dali um
1940 að stofnað hefði verið hlutafélag um námurekstur í
landi Tinda á Skarðsströnd. Slík atvinnustarfsemi þekktist
aðeins af frásögn í bókum, og raunar má segja að enn í dag
sé námugröftur nær óþekkt fyrirbæri í landi okkar.
Lögð hefur verið nokkur vinna í öflun upplýsinga um
vinnslu surtarbrandsins á Tindum, eins og fram kemur hér á
eftir. Er þar hlutur heimamanna bestur, enn sem komið er.
Fað er ætlun mín að þessir þættir, sem birtast núna í Breið-
firðingi verði fyrrihluti þessarar könnunar, en seinnihlutinn
birtist svo næsta ár. Verður þá t.d. fjallað um flutninginn á
kolunum, notkun þeirra hér syðra o.m.fl.
Lítt eru kunnar heimildir frá fyrri öldum um notkun
brúnkola eða surtarbrands. í ferðabók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-1757 er trúlega að
finna elstu heimildir um surtarbrand í Dalasýslu.1' í ferða-