Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
bókinni segir svo um surtarbrand í sýslunni: „í Svínadal í
Dalasýslu finnst dálítið af miðlungsgóðum surtarbrandi
skammt frá veginum, í brekkunni til hægri handar. Gróf-
gerðari brandur er í Gnípufelli á Skarðsströnd í sömu
sýslu.“
í ferðabók Ólafs Olaviusar2^ er lítilsháttar getið um surtar-
brand á Svínadal, en ekki annars staðar í sýslunni.
í endurminningum sr. Magnúsar Bl. Jónssonar3) er að
finna margsháttar upplýsingar um fundarstaði og notkun
brandsins í nágrenni Nýpur og Tinda á Skarðsströnd. Frá-
sögn sr. Magnúsar er svo gagnmerk, að hér verður - með
bessaleyfi - birtur kafli úr endurminningum hans, er fjallar
um surtarbrandinn.
Sr. Magnús dvaldi á unglingsárum á Nýp á Skarðsströnd,
árin 1874-1881. Þá bjó þar faðir hans, sr. Jón Bjarnason, er
var þá sóknarprestur í Skarðsþingum, en síðar fluttist hann
að Vogi á Fellsströnd, en við þann bæ kenndi sig jafnan
Bjarni alþm., sonur hans.
Fleiri heimildir, er greina frá hagnýtingu surtarbrands á
Skarðsströnd mætti e.t.v. tína til, en þar sem ekki er lokið
umfjöllun að fullu um þennan sérstæða atvinnuþátt í
Dölum, verður það látið bíða næsta heftis.
1) Ferðabók Eggerts og Bjarna, 1975, I. b. bls. 242
2) Ól. Olavius, II. b. bls. 248-249
3) Endurminningar. Magnús Bl. Jónsson I. b. bls. 196-203
Hér fer á eftir frásögn sr. Magnúsar Bl. Jónssonar, þar
sem hann segir frá vinnslu og hagnýtingu brandsins þegar
hann dvaldi ungur maður hjá föður sínum á Nýp.
„Smávægilegu happi, sem kom sér vel, varð Nípurbúið
fyrir þetta haust. Þegar Ásbjörn var farinn var ekki öðrum
til að dreifa en okkur Bjarna að gæta kindanna. Á Níp var
flæðihætt. Þegar haustaði að og grös tóku til muna að sölna,
sótti féð talsvert á marhálmsvogana og á skerin utan við þá.
Þurfti þá iðulega að smala fénu af skerjunum og úr vogun-