Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
um, áður sjór flæddi í vogana, og reka það frá sjónum upp
á land. Og ekki mátti fara frá, fyr en sjór væri svo fallinn, að
féð næði ekki í marhálminn. Varð því sá okkar, sem gæta
skyldi skerjanna þann og þann daginn, að rölta um fjörurnar
fram og aftur, til þess að stugga frá vogunum því fé, er kynni
að leita þangað aftur of snemma. Þá var það, að annarhvor
okkar rak sig á einkennilegt fyrirbrigði á þessu fjörusnuðri
okkar. Eg man ekki fyrir víst hvor okkar það var, en minnir
þó sterklega að það væri Bjarni, og að hann segði mér. En
fyrirbrigðið var einkennileg klöpp, lítið eitt bunguvaxin,
sem stóð um miðjuna lítið eitt upp úr fjörusandinum. Hafði
hún áður verið hulin sandi, en sjór bersýnilega skolað nýlega
af henni sandinum, því vissir vorum við um að hún hefði ekki
verið þarna fyr. Daginn eftir fórum við báðir um fjöruna til
að skoða þennan merkilega fund. Klöppin var kolsvört og
alls ekkert lík öðrum klöppum eða grjóti. Klöppin lá þvert á
fjöruna, upp og niður. Byrjuðum við svo á því að sópa burt,
með fótum og höndum, sandslæðingi, er lá í stærri og smærri
hrufum, og hættum ekki fyr en hún var nokkurn veginn
hrein. Við reyndum að róta með fótunum sandinum til
beggja hliða, til þess að sjá hve breið klöppin væri, en
fundum að hún lá beggja megin út undir hann. En í öllu
þessu róti tókum við loks eftir dálítilli flís, sem virtist laus frá
í endann. Komumst við undir hana og tókst að brjóta hana
af. Fórum við svo heim með flísina og sýndum hana föður
okkar. En hann kvað þetta surtarbrand vera mundi, og þótti
fundurinn all-góður, ef til muna væri brandurinn. Næsta dag
fórum við svo allir þrír feðgar, vopnaðir rekum og járnkarli,
að vitja námunnar. Við mokstur í kringum svörtu klöppina,
sem við Bjarni svo nefndum, kom í ljós það, er nú greinir:
þetta var feikna digurt tré, líkt á lit sem íbenholt. Vissi
mjórri endinn upp í fjörunni, en gildnaði ört niður. Gekk
faðir minn þegar á með járnkarlinum að sundra ferlíkinu.
Og með því að pjakka járnkarlinum í rifur og hrufur á trénu,
tókst honum að sprengja upp talsvert af svörtum tréflísum,
smærri og stærri, en öllum fremur litlum. Stóðum við þarna