Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
um 1 og Vi metri, 30 sm berglag tók þá við. Menn kölluðu
það móberg, en það er nú ekki móberg. Það er allt annarrar
gerðar. Síðan tók við annað brandlag, en náðist sjaldan,
einkum vegna ágangs vatns, sem hafðist ekki undan að fjar-
lægja.
Ég man eftir að haustið f940 vann Sæmundur Lárusson -
þá bóndi í Ólafsdal - talsvert magn af brandi með þessari
aðferð við Tindahlein. Lárus Daníelsson, þá bóndi í Akur-
eyjum, slefaði áttæring með þetta inn á fjöru við Ólafsdal.
Duglegri manni, eða áhugasamari en Sæmundi hef ég ekki
kynnst. Lárus Daníelsson flutti brand frá Tindahlein fyrir
fleiri Saurbæinga og þá inn að Salthólmavík.
Árið 1941 keypti Haraldur Guðmundsson frá Háeyri námu-
réttindi á Tindum og stofnaði hlutafélagið h/f KOL. Var
byrjað um haust að sprengja niður í fast berg ofan flæðar-
máls við Tindahlein. Voru sprengdir 16 metrar niður að
brandinum, um 3 metra víð hola. Brandlagið var rúmir 3
metrar samtals. Þessi brandlög voru 2. Móbergslag var á
milli þeirra, um 40 sm þykkt. Var neðra lagið mun betri
brandur.
Þetta námuop var unnið við hrikalegar aðstæður. Hand-
meitlað var fyrir sprengiefninu, um 70-80 sm í hvert sinn.
Boranir voru hvesstir vikulega, hitaðir í smiðju og slegnir
fram, stálið síðan hert. Slíkt var æði mikið vandaverk, því
borarnir máttu hvorki vera of deigir, né of harðir. Þetta verk
vann Kristinn Indriðason á Skarði af frábærri snilld, mis-
tókst aðeins við einn bor, sem fékk of mikla herslu og brotn-
aði. Þetta verk sagðist Kristinn hafa lært af Boga Magnúsen,
tengdaföður sínum á Skarði. Þetta sprengingarverk var
unnið frá hausti til vors, eða fram í maímánuð. Verka-
mennirnir höfðu 3 krónur á tímann við gífurlegt erfiði og
lífshættu. Skal ég nú reyna að lýsa þessum aðstæðum við
þetta verk.
Reist var mastur á gryfjubarminum og handsnúið spil
notað til að hífa grjótið upp eftir sprengingu. Híft var upp í
trébala (hugsaðu þér). Balanum var sveiflað út yfir gryfju-