Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
augun og troðið sinu vantrúar í eyru sér verða margs vísari
þegar nóttin talar við sjálfa sig í gömlu húsi.
Morguninn eftir komu vörubílarnir. Var nú leysing og ár
léttar í spori. Var talið óráð að leggja á Svínadal með þunga-
flutning vegna snjóa og því farið út fyrir þ.e. Feilsstrandar-
veg en hann er fremur ógreiður, ár og lækir óbrúaðir en við,
sem komum úr „menningunni“, óvanir keyrslu í straum-
vatni. Þótti jeppanum þetta undarlegir vegir og svelgdist
honum á með köflum.
Fallegt er þarna víða, sér út yfir Breiðafjörð allt til jökuls,
og hlýlegar brekkur móti sól. f>ó undariegt sé stendur þar
undir fagurri hlíðinni kvennaskóli, Staðarfell. Munu því
draumar ungra manna fara hér að húsi um vetur og þeir
sjálfir jafnvel stundum, enda myndi eigi amalegt framhalds-
nám ungra kvenna á breiðfirsku höfuðbóli.
Svo verða hreppaskil á Klofningi. Það er sennilega besti
sjónarhóll í Dölum; blasir nú við til viðbótar innfjörðurinn
allur með sínum yndisfullu eyjum, svo Barðaströnd öll og
fyrirheitna landið okkar, Skarðsströndin. Hafi jeppanum
þótt óglatt yfirferðar áður versnaði nú því krappar ár hentu
sér niður snarbratta kletta og ruddust gegnum veginn til
sjávar og stönsuðum við alveg við Krossá.
Þar á bakka hennar stendur bærinn Kross. Hér bjó um
tíma stolt þessarar sveitar og yndisgjafi íslands, Stefán frá
Hvítadal. Var það ekki hann sem byggði hvíta húsið er
stendur hérna á hólnum við hlið okkar, og svaf hann ekki
veikur maður í fjárhúsinu þarna meðan á byggingu stóð?
Við höfðum áður keyrt framhjá Ballará og þar bjó hann líka
um sinn. Töfrar söngva hans eru farnir að virka á hugann —
„Fað er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín“.
Nei, það var ekki þörf að kvarta þó Krossá yggldi sig.
Guðmundur bóndi á Krossi kom og bauð okkur í bæinn og
hér fundum við forsmekk þeirrar eðlislægu og glöðu gest-
risni sem verið hefur aðal íslendinga og við fengum að