Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 62

Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 62
60 BREIÐFIRÐINGUR ins hætt. En staðreynd hrín ekki á þeim sem huldur kjöru sína. I mínum augum stóð hún þarna höllin hvíta, hvernig sem leikir ljóss og skugga breyttu henni, og innan múra hennar ólgaði líf og list, söngur unaðs og ásta. Við vorum stödd á fornum sögustöðvum. Hérna upp með ánni stendur stórbýlið Búðardalur. Þar bjó heljarskinnið Geirmundur, sonur Hjörs konungs og Ljúfvinu dóttur Bjarma konungs fyrst í stað. Skipum sínum lagði hann þarna í ósinn. Máske hefur hann látið þræla sína hlaða garð þann hinn mikla sem enn mótar fyrir laust ofan við fjörubakkann í Tindalandi og nær hálfhring um eignina. Þá hafa verið hér flóðahættur fyrir búfé, eins og enn er, því útfiri er mikið og sækir fé í skerin. Héðan blasir við fjallshyrnan þar sem hann fól skeiðarkníf sinn og belti og bauð til eignar þeim er sækja þyrði. Rétt utar er Andarkelda. Þar fól hann fé sitt mikið er hann sökkti í kelduna kistu þeirri sem síðari tíma búendur náðu hringnum úr. En sú saga er sögð að fyrir 2-3 árhundruðum hugðust nokkrir djarfir menn ná upp fé þessu. Komu þeir böndum í lokhring kistunnar og hófu að toga. Slitnaði þá úr hringurinn og máttu þeir frá ganga enda Skarðskirkja þá tekin að loga mjög í augum þeirra. Hringur þessi er enn til að Skarði. Er hann í armbandsstærð rúmri, sver mjög, úr kopar. En hefði ég eigi það meðfætt að trúa öllu er viðkemur sögu myndi ég dirfast að segja að hringur sá hefði aldrei í vatn komið. Þarna er og bær herkonungs þessa, Geirmundarstaðir, og skammt þaðan haugur hans en þar lét hann heygja sig í skipi sínu með áhöfn og öllum herbúnaði til nýrra sigra á hafinu mikla. Það sést greinilega haugurinn og er skipslaga. Ekki eru fornfræðingar okkar forvitnir að pota ekki prikum sínum í slíka hóla, sem sagnir lifa um frá feðrum til sona. Vorið heldur áfram að sigra um héruðin, fuglar gera hreiður sín allt um kring. Við höfum komið fyrir háværum vinnutækjum okkar nokkurra mínútna gang frá „Höll“ okkar en söngur fuglsins ræður þó einn og ekki eru færri en 14 hreiður ýmissa tegunda við götuna milli skúrsins og vinnu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.