Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
ins hætt. En staðreynd hrín ekki á þeim sem huldur kjöru
sína. I mínum augum stóð hún þarna höllin hvíta, hvernig
sem leikir ljóss og skugga breyttu henni, og innan múra
hennar ólgaði líf og list, söngur unaðs og ásta.
Við vorum stödd á fornum sögustöðvum. Hérna upp með
ánni stendur stórbýlið Búðardalur. Þar bjó heljarskinnið
Geirmundur, sonur Hjörs konungs og Ljúfvinu dóttur
Bjarma konungs fyrst í stað. Skipum sínum lagði hann þarna
í ósinn. Máske hefur hann látið þræla sína hlaða garð þann
hinn mikla sem enn mótar fyrir laust ofan við fjörubakkann
í Tindalandi og nær hálfhring um eignina. Þá hafa verið hér
flóðahættur fyrir búfé, eins og enn er, því útfiri er mikið og
sækir fé í skerin.
Héðan blasir við fjallshyrnan þar sem hann fól skeiðarkníf
sinn og belti og bauð til eignar þeim er sækja þyrði. Rétt utar
er Andarkelda. Þar fól hann fé sitt mikið er hann sökkti í
kelduna kistu þeirri sem síðari tíma búendur náðu hringnum
úr. En sú saga er sögð að fyrir 2-3 árhundruðum hugðust
nokkrir djarfir menn ná upp fé þessu. Komu þeir böndum í
lokhring kistunnar og hófu að toga. Slitnaði þá úr hringurinn
og máttu þeir frá ganga enda Skarðskirkja þá tekin að loga
mjög í augum þeirra. Hringur þessi er enn til að Skarði. Er
hann í armbandsstærð rúmri, sver mjög, úr kopar. En hefði
ég eigi það meðfætt að trúa öllu er viðkemur sögu myndi ég
dirfast að segja að hringur sá hefði aldrei í vatn komið.
Þarna er og bær herkonungs þessa, Geirmundarstaðir, og
skammt þaðan haugur hans en þar lét hann heygja sig í skipi
sínu með áhöfn og öllum herbúnaði til nýrra sigra á hafinu
mikla. Það sést greinilega haugurinn og er skipslaga. Ekki
eru fornfræðingar okkar forvitnir að pota ekki prikum sínum
í slíka hóla, sem sagnir lifa um frá feðrum til sona.
Vorið heldur áfram að sigra um héruðin, fuglar gera
hreiður sín allt um kring. Við höfum komið fyrir háværum
vinnutækjum okkar nokkurra mínútna gang frá „Höll“
okkar en söngur fuglsins ræður þó einn og ekki eru færri en
14 hreiður ýmissa tegunda við götuna milli skúrsins og vinnu-