Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
konu minni ungri. Þó langur vinnudagur hafi skilið eftir sín
þungu spor í lífi og ásýnd nafna er hann enn kvikur á fæti og
fær í flestan sjó. Notar hann þó meira tóbak en allir aðrir
sem ég þekki og kona hans lagar sterkara kaffi en nokkur
önnur. Drukknum hefur nafni heldur ekki neitað. En til
dæmis um lífsþrótt hans tilfæri ég eftirfarandi sögu:
Fjölskyldur í Barmi og Hvalgröfum eru nátengdar og eitt
kvöld í júlí buðu þær okkur hjónunum í afmælisveislu er
haldin var á sameiginlegum afmælisdegi nokkurra aðila.
Nafni var þar hrókur alls fagnaðar enda hvergi til sparað
hollra veitinga, þeirra er í sveit finnast. Veður var fagurt er
við héldum heim í veislulok og gekk heimafólk með okkur
úr hlaði. Ólympíuleikar geisuðu þetta sumar um öll Norður-
lönd og bárust sýklar þeirra einnig hingað. Er að túnhliði
kom steyptist íþróttaandinn yfir nafna, hóf hann sig á loft,
án tilhlaups, og vippaði sér yfir hliðið. Reyndist það við
mælingu algjört heimsmet í hástökki en fékkst þó ekki
viðurkennt sem slíkt vegna of fárra vitna en hrifning við-
staddra var óblandin.
En þar sem íþróttaáhugi var nú vaknaður í hópnum var
ákveðið að flokkurinn fylgdi okkur að Búðardalsá og yrði
áhorfandi að því er ég bæri konu mína yfir. Um þetta leyti
nætur var jeppinn í svefni og varð því að treysta á fæturna.
Er að ánni kom færði ég mig í bússur, tók minn betri helm-
ing á bakið og lagði af stað. Áhorfendur röðuðu sér á þak
samkomuhúss sveitarinnar sem stendur þarna á bakkanum.
Þegar ég rak kýr í æsku minni yfir Djúpalækinn lærði ég af
þeim að vaða í djúpu straumvatni. Maður teygir fram álk-
una, festir augun á sól eða einhverju öðru kennileiti á
himni, stildrar svo af stað, hægt og gleitt. En skapanorn
okkar er stundum nokkuð gráglettin í daglegu lífi, sumum
reynist hún dálítið meinfýsin. Einkum er henni gjarnt að
bregða fyrir þann fæti sem sýnast vill meiri en hann er í ann-
arra augum. Og þannig fór nú að er ég var að ná landi réttu
megin steyptist ég á hausinn og sentist frúin á land upp en
bússurnar drógu mig á kaf, enda fylltar vatni. Hófst nú