Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
Guðmundur Guðgeirsson
Frá Hellissandi til Hafnaríjarðar
Bernskudagar
Það var ávallt haft mikið fyrir hlutunum hér áður fyrr,
einkum vegna erfiðleika í samgöngum, enda mjög breytilegt
landslag. Þá mun lífið hafa verið talið fábreytilegt, en átti þó
einnig sína gleði, fegurð og trú, sem var leiðarljós þjóðar-
innar í gegnum ýmsa erfiðleika síns tíma á fyrrihluta þess-
arar aldar.
Á unglingsárum opnast smám saman vitneskja fyrir tilver-
unni og kringumstæðum hennar til hins daglega lífs. Margir
eignast sína drauma og framtíðarsýn, sem grundvallast oft-
ast af því veganesti, sem hver og einn fær í æsku á heima-
slóðum. Uppvaxtarár unglinga eru viðkvæm, þess vegna er
það mikilsvert að vel sé hlúð að framtíð hinna ungu, sem
eiga að erfa landið. Það fer því vel á því að hinir eldri bendi
á fagrar dyggðir og hugsjónir, sem hinir yngri geta tileinkað
sér, þegar út í lífið er gengið um framtíðarveg. Ekki verður
annað sagt en foreldrar okkar sem komin eru yfir miðjan
aldur, leituðust við af fremsta megni að vinna að því sem
laut að hamingju og framtíð barna sinna. Það var gert með
fyrirbænum og boðun kærleikans, sem æskulýður skyldi hafa
að leiðarljósi um vegi lífsins, það mundi aldrei bregðast.
Þessi undirbúningur foreldra og annarra aðstandenda, fór
ævinlega fram á rúmstokknum og við lítið borð, sem var við
gluggann í baðstofunni, og oft var skreyttur með frostrósum
eftir vetrarhríð. Slíkur undirbúningur hefur verið mörgum
mikilvægt veganesti, þegar út í lífið var komið.
Þrátt fyrir góð fyrirheit ganga menn ekki alltaf hinn gullna
meðalveg, þess vegna eru góðar fyrirbænir mikils virði og