Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 79
BREIÐFIRÐINGUR
77
Þegar við unglingarnir á rninni tíð vorum að reyna að ná
okkur í kríuegg, var hún hörð í baráttunni við að verja sín
hreiður. Hún hjó iðulega það mikið, að við flýðum og
komum heim oft með sár á höfði. Með þessum hætti sýndi
krían mikinn móðurkærleik vegna verðandi unga sinna
hverju sinni.
Þegar ég hafði dvalið hluta úr degi á mínurn æskuslóðum
á Hellissandi rifjaðist allt þetta upp fyrir mér, enda hafði ég
gengið um kauptúnið og minningarnar komið fram þar, sem
ég fór um. Ekki hvað síst þegar ég gekk kringum húsið, sem
ég var uppalinn í, þá opnaðist fyrir mér tilvera mín í þessu
umhverfi og ég fann nokkurn söknuð með vissum tilfinn-
ingum við þetta tækifæri.
Starfsgleði og félagsmál
Snemma fór ég út á vinnumarkaðinn ef svo má að orði
kveða. Það mun hafa verið sumarið 1925, en þá var ég 10 ára
gamall, að ég réði mig sem snúningadreng í sveit á prest-
setrið Staðarstað í Staðarsveit. Ekki var ég þar nema þetta
eina sumar, þó mér byðist lengri dvöl þar.
Sumarið eftir, þá 11 ára, réðist ég að Hjarðarbóli í Eyrar-
sveit hjá Páli Þorleifssyni bónda þar og konu hans Jakobínu
Jónsdóttur. Þau voru mikil heiðurshjón og hændu að sér
börn, enda dvaldi ég þar fjögur sumur í röð, sem hjálpar-
drengur. Ég minnist þeirra hjóna með þökk og hlýju í huga
meðan dagur endist. Ég á góðar minningar um Hjarðarból
og veru mína þar. Eyrarsveit er í mínum augum mjög falleg
með Grundarfjarðarfjöllin sem höfuðprýði í sérkennileika
náttúrunnar. Vera mín í Eyrarsveit verður mér ávallt eftir-
minnileg.
Um vorið 1931 var ég að nálgast 16 ára aldur og hafði þá
lokið veru minni á Hjarðarbóli sem snúningadrengur, en var
nú heima hjá foreldrum mínum og systkinum. Nú vantaði
mig sumarvinnu, en var ekki hægt um vik vegna kreppunnar
sem þjáði hina íslensku þjóð, sem oft hefur verið vitnað til
af mörgum. En dag nokkurn kom maður að máli við mig og