Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 83
BREIÐFIRÐINGUR
81
Reykjavík í heimsókn hjá systur minni, sem þar var búsett.
Um leið var ég að leita að möguleikum um iðnnám. Eg fór
í heimsókn til kunningja míns, en við höfðum kynnst upp í
Borgarfirði í kaupavinnu sumarið áður. Það var fastmælum
bundið, að ef ég ætti leið um Reykjavík, að koma við hjá
honum, sem ég og gerði. Mér var kunnugt um það, að kunn-
ingi minn var kominn í iðnnám í klæðskeraiðn. Eftir að ég
hafði heilsað þessum ágæta manni, spurði hann mig af eðli-
legum ástæðum hvað ég væri að starfa á þessum atvinnu-
lausu tímum. Ég svaraði því til að ég væri í heimsókn hjá
systur minni, sem er búsett í borginni. í annan stað væri ég
sífellt að reyna að komast í hárskeraiðn. Ég væri búinn að
ganga stofu af stofu og svipast fyrir um iðnnám og alls staðar
sama svarið, hallæristímar, engir nemar teknir. Ég dvaldi
hjá þessum heiðursmanni kvöldstund, en þegar ég kvaddi þá
segir hann: „Ég veit um hárskerameistara, sem ætlar að taka
nema, hann vinnur einn á stofu, auk þess er hann músíkant
og spilar talsvert á dansleikjum“, og bendir mér á hvar mað-
urinn hefur vinnustofu.
Daginn eftir fór ég og hitti manninn og bar upp erindið við
hann. Hann kvað það rétt vera að hann ætlaði að taka
nemanda, en þannig stæði málið að hann væri búinn að ráða
pilt sér skyldan. Þarna brást von mín og ég var hryggur um
stund. Nokkrum dögum síðar var kunningi minn á vegi
mínum, og sagði ég honum farir mínar ekki sléttar og ég
hefði orðið fyrir vonbrigðum. Þá segir hann: „Vertu samt
bjartsýnn“, og kvaðst geta sagt mér það að hann hefði hitt
hárskerann, sem tjáði honum að pilturinn, sem hann var
búinn að ráða hafi hætt við námið á síðustu stundu og nú
skyldi ég fara og tala við hárskerann aftur, sem ég og gerði.
Ég hitti manninn og var frekar dauft í honum hljóðið, hann
lét jafnvel í það skína að hann mundi fresta nemandatöku
um sinn.
Ég reyndi nú að herða mig og ræða frekar við hann, þó í
rauninni væri ég illa haldinn af minnimáttarkennd sem fyrr.
Ég benti honum á að þar sem ég væri búinn að föndra við