Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
Eins og áður er getið átti ég heima úti á landi. Þar bjuggu
flestir við þröngan kost. Við systkinin vorum átta eða tíu
manna fjölskylda og íbúðarhúsið um 38 ferm. Slíkur fer-
metrafjöldi þætti ekki burðugur í dag fyrir þetta stóra fjöl-
skyldu á þessu herrans ári 1986.
Kaup iðnnema á þessum tíma - að minnsta kosti í minni
grein - var á þann veg, að fyrstu 3 mánuðina var maður
kauplaus, voru þessir mánuðir kallaðir reynslumánuðir og
nemandinn var á eigin framfæri. Síðan fékk hann kaup, sem
var ákveðin prósentutala af sveinalaunum hverju sinni.
Fyrsta árið 25%, annað árið 30%, þriðja árið 40% og fjórða
árið 45%. Þeir, sem muna þennan tíma er kunnugt um það,
að iðnnemar voru illa haldnir með þessi laun, að minnsta
kosti þeir sem ekki voru á framfæri foreldra sinna.
Mér auðnaðist að komast yfir reynslumánuðina þrjá, fjár-
hagslega í algjöru lágmarki og vel það. Það hjálpaði mér að
ég átti inni ógreidd vinnulaun vegna byggingarvinnu þá um
haustið sem samið var um að greiða í áföngum, sem kom sér
vel fyrstu mánuði námsins.
Fyrsta árið leið og ég var farinn að kynnast fólki. Af þeim
ástæðum var ég stundum beðinn að fara á sjúkrahús til að
klippa fólk, einnig í heimahús, venjulega vegna veikinda. Þá
var mér boðið að skúra gólfið á rakarastofunni einu sinni í
viku fyrir 50 aura hvert sinn. Þetta var styrkur þó lítið væri,
kornið fyllir mælinn segir gamalt máltæki. Það var hjá mér
eins og stjórnvöldum að skera niður nauðþurftir, því síður
að hægt væri að leyfa sér lágmarksskemmtun í blóma lífsins,
til dæmis að bjóða stúlku á dansleik eða í bíó, það var öðru
nær, ástin varð að bíða og aðrir samfélagsþættir. Þá er það
mér í fersku minni þeir erfiðleikar að geta endurnýjað á eðli-
legan máta fatakost. Ég var orðinn það illa haldinn í klæðn-
aði að systir mín, sem var búsett í Reykjavík, lánaði mér föt
af manni sínum á meðan hún bætti mín og þvoði. Hún var
mér mikil hjálparhella þegar þörfin var brýnust. Þetta mun
mörgum finnast furðuleg latína, vafasöm frásögn, sann-