Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
Einar Kristjánsson
Fyrstu bflar í Döluni
Óskar Sumarliðason fyrrv. rafstöðvarstjóri í Búðardal er nú
elstur núlifandi bifreiðarstjóra í Dölum.
Pann 29. desember sl. átti undirritaður lítilsháttar viðtal
við hann um fyrstu bílana í sýslunni. Hér er þó um meira
efni að ræða en fram kemur í stuttu viðtali.
Óskar er fæddur 29. júlí 1904 í Búðardal, sonur þeirra
Sumarliða smiðs Hannessonar og konu hans Kristínar Jóns-
dóttur, en þau voru meðal fyrstu íbúa þorpsins, eða allt frá
1901. Sumarliði Hannesson var smiður bæði á tré og járn og
reisti nokkur af fyrstu íbúðarhúsunum úr steinsteypu, er
byggð voru í Dölum. Þar á meðal sitt eigið hús, Grund í
Búðardal, er staðið hefur með prýði síðan 1912. Er það eitt
allra fyrsta steinhús hér á landi sem byggt var með tvö-
földum holrúmsveggjum.
Hefst nú frásögn Óskars Sumarliðasonar.
Vorið 1929 kom fyrsti bíll í Dali. Var það Chevroletvöru-
bifreið IV2 tonns. Eigandi bíls þessa var Jón Hörðdal. Mun
hann hafa dvalist í Hörðudalnum um þetta leyti. Þessi fyrsti
bíll var fluttur með skipi til Búðardals. Bar hann einkennis-
stafi að þeirrar tíðar hætti, DS-1
Þessi vörubifreið var í flutningum sumarið 1929. Var bíl
þessum ekið svo sem lélegir vegir og vegleysur leyfðu, eða,
ef nefndar eru endastöðvarnar, þá var það Ásgarður í
Hvammssveit að innanverðu en Miðá í Suðurdölum að
sunnanverðu. Veturinn eftir var bíllinn geymdur í húsnæði
sláturhússins í Búðardal en næsta vor, þ.e. vorið 1930 var
hann fluttur burtu frá Búðardal, með skipi sem áður.
Næst er frá því að segja að Óskar Sumarliðason tók sitt
minna bílpróf í Reykjavík vorið 1929. Lærði hann á bíl hjá