Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 111
BREIÐFIRÐINGUR
109
Félagslíf
Félags- og skemmtanalíf í Geiradalshreppi var eins og gerð-
ist í sveitum á þessum árum. Ungmennafélagið var þá
nýstofnað og stóð með blóma og var sá eini félagsskapur,
sem hélt uppi fundum og skemmtunum stöku sinnum. Þótt
félagið héti ungmennafélag gengu í það jafnt ungir sem
gamlir.
Á jólum voru skemmtanir, sérstaklega fyrir börnin. Ann-
ars voru fundir haldnir mánaðarlega með kaffidrykkju og
þeim gleðskap, er völ var á. Á sumrin var oft farið í útreiðar-
túra. Margir áttu ágæta reiðhesta. Stundum tóku margir sig
saman og fóru til kirkju vestur að Reykhólum, sem var
næsta kirkjusókn vestan við hreppinn. Þótti það hin besta
skemmtun að spretta úr spori á fráum fáki um innsveit
Reykhólasveitar og hina fögru Barmahlíð.
Það var eitt sinn á sólfögrum sumardegi í ágúst 1917 að
ungmennafélagið fór í skemmtiferð vestur til Vaðalfjalla.
Vaðalfjöll eru þverhnípt stuðlabergsfjöll, sem standa uppi á
hálendi Vestfjarða. Skammt er þaðan til Skóga í Þorskafirði
þar sem Matthías Jochumsson þjóðskáld okkar fæddist.
Uppganga á tindinn er mjög erfið og ég held að rétt sé að
hún sé aðeins möguleg á einum stað vestanvert í bjarginu.
Við réðumst til uppgöngu í allþröngri gjá með lausaskriðu.
Þegar upp er komið er allgeigvænlegt að líta niður þverhnípt
bjargið á allar hliðar. En útsýnið er svo heillandi og stórkost-
legt að maður var bókstaflega bergnuminn. í björtu veðri
getur að líta norður á Hornstrandir, vestur á Glámujökul,
austur á Ok og Langjökul og Baula í Borgarfirði blasti við.
Og það er víst að veðurguðirnir voru okkur hollir, því ekki
sást ský á lofti. Ekki var öllum hent að ráðast til uppgöngu.
í þeim hópi, sem komst upp á topp voru allir ungir og mið-
aldra menn og margar af konunum, en það markverðasta
var, að aldursforsetinn í hópnum, sem þá var á sjötugsaldri
lét ekki sitt eftir liggja. Það var Ólafur Eggertsson húsbóndi
minn. Þarna uppi voru margar ræður haldnar og mikið