Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 117
BREIÐFIRÐINGUR
115
nýtískulegur, veggir allir hvítkalkaðir og þök flísalögð með
rauðum flísum. Allir eldri búgarðar voru þá með stráþök-
um. íbúðarhúsið var tvílyft, byggt úr rauðum múrsteini.
Fjölskyldan, herra og frú Pedersen, tvær fósturdætur og tvær
þjónustustúlkur bjuggu í íbúðarhúsinu, en vistarverur fjög-
urra vinnukarla voru á lofti yfir bílskúr í annarri álmu korn-
hlöðunnar. Engin upphitun var í þessum herbergjum okkar,
eða aðstaða til að taka bað. Þessi vetur hafði verið kaldur og
þótt komið væri fram í mars, var jörðin frosin og því ekki
hægt að byrja vinnu á ökrunum. Samt var nóg að gera. Ég
var strax settur inn í störfin, sem voru mér ný. Þarna var
mikil kornhlaða og mikið af höfrum, byggi og rúg, sem
þurfti að þreskja. Einnig var vindmylla, sem malaði korn til
fóðurs fyrir svínin. Fóðurrófur þurfti að keyra inn sem naut-
peningur var fóðraður á. Þarna voru um þrjátíu mjólkandi
kýr, tuttugu geldneyti, tvö hundruð svín og sex hestar.
Menn fóru á fætur klukkan sex til að fóðra búpeninginn,
moka svínastíur, fjós og hesthús og mjólka. Mikil alúð var
lögð við hestahirðinguna, fax og tagl vandlega kembt,
skrokkurinn burstaður og fótleggir alveg niður á hófa á
hverjum morgni. Klukkan átta var morgunverkunum lokið.
Þá var farið inn í íbúðarhús til morgunverðar. Maturinn var
alltaf mikill og góður. Þegar farið var að líða á marsmánuð
og akrarnir farnir að þorna, var farið að plægja. Eins og áður
var sagt var morgunverður kl. 8 í 30 mínútur. Síðan var farið
út á akrana og unnið til kl. 12.30. Þá voru hestarnir settir inn
í hesthús og þeim gefið, en menn borðuðu miðdag inni í eld-
húsi. Síðan fóru menn til herbergja sinna og lögðu sig til kl.
1.45 en fóru þá inn aftur og drukku kaffi með brauði. Þá var
farið út aftur stundvíslega kl. 2 og unnið til 6.30. En kl. 4.30
kom annaðhvort bóndinn sjálfur eða þjónustustúlka með
heitt kaffi og smurt brauð og settist maður þá niður meðan
þessarar hressingar var neytt. Hestarnir fengu hauspoka
með völsuðum höfrum í 10 mín. Eftir vinnu voru hestarnir
hýstir og fóðraðir en menn fóru upp á herbergi sín, snyrtu
sig og skiptu um föt, fóru síðan inn til kvöldverðar kl. 7.