Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 133
BREIÐFIRÐINGUR
131
heiði. Oft hafði ég farið þessa leið á æskuárum. Farið
þangað á grasafjall, leitað þar haustleitar, stundum í niða-
þoku og farið yfir heiðina í kafaldsbyl. En nú var öðru vísi
ástatt. Komið nær miðnætti en sólin enn þá hátt á lofti í
heiðríkju. Ég hlakkaði til að líta augum minn kæra Breiða-
fjörð og æskustöðvar mínar.
Datt mér í hug brot úr kvæði sr. Matthíasar Jochumsson-
ar:
Því ég sé af hárri heiði,
hlær við augum flóinn breiði,
sögu hans ég sjónum leiði -
sælir aftur, vinur minn.
Og Matthías heldur áfram: „Fegursta smábyggð á Vestur-
landi finnst mér vera Reykhóla-innsveitin milli Skógaháls og
Króksfj arðarness. “
Þegar suður af heiðinni kom er farið niður eftir dalnum,
framhjá bænum Bakka, þar sem foreldrar mínir bjuggu. Þar
var orðin mikil breyting á öllu, reisulegur húsakostur, mikil
nýgræðsla, betri vegir. Sama er að segja um aðra bæi í sveit-
inni, allt virtist vera með framfarasniði.
Þegar við komum að Króksfjarðarnesi var komið framyfir
miðnætti og allir í fastasvefni. Matur hafði verið settur á
borð fyrir okkur og við borðuðum vel, því mat höfðum við
ekki snert allan daginn. Ekki höfðum við setið lengi að
snæðingi, er við heyrðum einhvern koma niður. Var það
gamli maðurinn Ólafur á náttfötunum. Heilsaði hann mér
auðsjáanlega glaður og bauð mig velkominn.
Nú var komið nýtt íbúðarhús í Króksfjarðarnesi og ég
undi mér vel þessar vikur, er ég dvaldi þar. Ólafur Eggerts-
son var nú orðinn gamall og heilsuveill, en þó furðu ern. Ég
hjálpaði til við heyvinnu á túninu og drakk töðugjöldin með
heimafólkinu. Ég naut þess að upplifa nokkur sólbjört
sumarkvöld, anda að mér lyktinni af nýhirtri töðunni, virða
fyrir mér hinn fagra fjallahring og horfa á reykina liðast upp
frá bæjunum í kvöldkyrrðinni. Svona kvöldstundir minntist
ég oft á í fjarveru minni og nú voru þær mér raunverulegar.