Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 139
BREIÐFIRÐINGUR
137
Ég, sem þetta rita er nú orðin ekkja á Gufuskálum, missti
mann minn í sjóinn, frábæran dugnaðarmann, sem oft hafði
róið aleinn og aflað vel, en í það sinn voru þrír menn með
honum og fórust allir.
Þessi missir minn, nam mér djúpt að hjarta, og voru það
máske hinar fornu bölbænir sem jörðinni fylgja, sem komu
mér til að kaupa þá jörðina, í þeirri von að ég gæti lagt eins
miklar blessunarbænir yfir jörðina og hafið, eins og hin
gamla landnámskona lagði bölbænir, svo engin kona þyrfti
framar á Gufuskálum að gráta mann sinn né sonu drukkn-
aða á hafinu nær Gufuskálum.
í krafti kærleikans og miskunnseminnar er þetta bæn mín:
„Þú hinn voldugi herra hafs og lands, Drottinn allsherjar,
blessa þú hafið og ströndina fyrir Gufuskálalandi, svo
enginn, sem héðan leitar á sjóinn verði fyrir grandi, né neinn
sá er leitar hér lands af sjónum farist, heldur læg þú öldurnar
og stjórna hinu veika fleyi, lát engar bölbænir veikja hugi
þeirra sem á hafið leita, heldur gef að þeir treysti þér einum
og reiði sig á kraft þinn. Þín blessun hvíli yfir hverjrm kima
og hverjum tanga landsins, yfir hafinu og þeim sem á jörð-
inni búa nú og framvegis, meðan land er byggt“.
Við afhjúpun bautasteinsins á sjómannadaginn 1986 flutti
dótturdóttir Elínborgar, Mjöll Sigurðardóttir, eftirfarandi
ávarp:
Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með daginn,
óska ykkur til hamingju með ykkar þróttmiklu sjósóknara,
sem héðan hafa sótt á sjó frá ómunatíð og eiga ávallt eftir að
sækja björg í bú á þessi fengsælu fiskimið, landi okkar og
þjóð til hagsældar.
Við erum hreykin og stolt af því að eiga rætur okkar að
rekja til ykkar og þessarar byggðar, ykkar, sem í dag sýnið
í verki að hér býr fólk sem hyggur að fortíð ekki síður en
framtíð.
Það er gæfa þegar slíkt fer saman.
Þið hafið í dag heiðrað minningu ömmu okkar, Elín-