Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 153
BREIÐFIRÐINGUR
151
hætti, tók Ægir Guðmundsson við. Þeir hafa báðir reynst
okkur frábærir bílstjórar og góðir félagar.
Lagt var af stað í mildu veðri árla morguns 20. júní. Rútan
byrjaði að safna fólki í Saurbænum, fór síðan fyrir Strandir
og þeir síðustu komu um borð í Búðardal, alls um 60 manns.
Frá Búðardal var lagt af stað um kl. 10 og ekið sem leið
liggur yfir Laxárdalsheiði og stefnan tekin í norður. Tíminn
leið fljótt við glens og gaman. Margir hagyrðingar hafa upp-
götvast í þessum ferðum okkar og ferskeytlur fljúga jafnan á
milli manna og stytta okkur stundir.
Nú skal lagt í langa ferð
og leiðarstjóri valinn
í fínum bíl af bestu gerð
beint á Jökuldalinn. - (Karl)
Á hádegi var áð í Varmahlíð í Skagafirði. Þar beið okkar
veisluborð, (menn brögðuðu þó á vatninu með varúð
minnugir reynslu okkar frá í fyrra, en þá svelgdist mörgum
á hveravatninu, en vatnið bragðaðist ágætlega núna). Eftir
ágætan málsverð var svo haldið áfram áleiðis til Akureyrar.
Að venju fékk stjórnin nokkrar glósur en þeim vafðist ekki
tunga um tönn. -
Sjaldan er allt sem sýnist þjóð
svo sem nú má heyra.
Stjórnin þegir, hugprúð, hljóð,
en hugsar þeim mun meira. - (RIA)
Ferðaáætlun var frekar ströng norður og lítið um útúr-
króka. Miðað var við að stoppa heldur lengur á Akureyri og
geta skoðað sig um þar. Verslanir voru opnar og kom það
sér vel fyrir þá sem vantaði einkennisbúning kórsins, hvíta
skyrtu. (Akureyri er fallegur bær og afar hreinlegur. Gaman
var líka að heyra þessa klingjandi norðlensku, þeir sem æfðu
sig mest á framburðinum voru orðnir töluvert leiknir þegar
við áðum þar í bakaleið.)
Áfram var svo haldið því ætlunin var að syngja í Skjól-
brekku í Mývatnssveit um kvöldið. Við komum að Mývatni