Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 154
152
BREIÐFIRÐINGUR
í mjög góðu veðri. Þarna er mikil náttúrufegurð, vatnið
sjálft var spegilslétt og kvöldsólin yljaði okkur notalega. Lít-
ill tími gafst til náttúruskoðunar því við þurftum að undirbúa
kvöldskemmtunina. Á útidyratröppunum við Skjólbrekku
beið okkar óvæntur glaðningur. Þar stóð Magnús Ástvalds-
son og beið okkar. Hann hafði ekki komist vestur í tæka tíð
vegna anna í hvalarannsóknum, en brá þá undir sig betri
fætinum og flaug norður og var kominn þar drjúgri stund á
undan okkur. Söngfélagar leggja oft ýmislegt á sig til að
komast með.
Skemmtunin hófst svo kl. 21. Formaðurinn Ragnar Ingi
flutti ávarp, Þorrakórinn söng, söngskráin byggðist aðallega
á lögum og textum eftir Dalamenn en við eigum marga góða
tónlistarmenn. Svo skiptist kórinn og karlakórinn Frosti og
kvennakórinn fluttu sína dagskrá. Magnús Ástvaldsson og
Ástvaldur Magnússon sungu dúetta við undirleik Guð-
bjargar Þórðardóttur, þau kalla það heimilisiðnað. Flutt
voru gamanmál og stjórnin klykkti út með gamanvísnasöng,
allt saman við góðar undirtektir heimamanna. Að lokinni
dagskrá voru teknar upp nokkrar harmonikur og dansað af
krafti nokkra stund, svo var öllum boðið í veislukaffi, sem
kvenfélagið á staðnum veitti af mikilli rausn. Við gistum
þarna í svefnpokaplássum í salnum, fatahengi og í sturtun-
um. Um það varð þessi vísa til:
I svítunni við sváfum, já,
svo var það til bóta
að einn í hörðu hnipri lá
með höfuðið til fóta. - (Sigurbjörg Þórðard.) -
Um morguninn var ferðinni svo haldið áfram austur. Allt
gekk að óskum þar til á Möðrudalsöræfum, þar bilaði rútan.
Það reyndist þó ekki alvarleg bilun sem betur fór. Herðu-
breið blasti við þarna í auðninni með hvítan hatt, svo að á
meðan aö gert var við, röltu þeir um, sem ekki komust að til
að hjálpa, og tóku myndir.
Við áðum svo í Möðrudal, í glampandi sólskini og rjóma-