Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 160
158
BREIÐFIRÐINGUR
Jón Guðmundsson, Skáldsstöðum, Reykhólasveit
Þau komu úr Dalanna byggð
Á árabilinu 1818-1839 bjó í Dagverðarnesi í Klofnings-
hreppi í Dalasýslu maður að nafni Björn Einarsson. Hann
var fæddur á Ljótsstöðum í Vopnafirði. Foreldrar hans hétu
Einar Högnason og Ragnheiður Helgadóttir, búendur þar.
Vafalaust hefur Björn komið vestur í slóð Magnúsar Ketils-
sonar sýslumanns í Búðardal á Skarðsströnd, en Magnús var
sonur sr. Ketils Jónssonar prests á Húsavík og konu hans
Guðrúnar Magnúsdóttur.
Björn Einarsson frá Ljótsstöðum giftist Ragnheiði, dóttur
Magnúsar sýslumanns Ketilssonar. Ragnheiði henti það slys
á yngri árum sínum að eignast launbarn með umrenningi og
var að frændaráði látin ganga í hjónaband með Birni Einars-
syni frá Ljótsstöðum. Segir sagan að henni hafi sá ráðahagur
hálfnauðugur verið. Þó lifðu þau saman í hjónabandi langa
ævi og áttu saman 6 börn og verða 4 þeirra nefnd hér:
Stefán, Ragnhildur, Ragnheiður og Jakob, en þau öll fluttu
burtu úr Dalasýslu og áttu lengst af heima í Reykhólasveit
og Geiradal í Austur-Barðastrandarsýslu.
Þau Björn og Ragnheiður giftu sig í Búðardal og áttu þar
heima fyrstu árin. Þau fluttu sig þaðan að Á á Skarðsströnd
og þar voru tvö elstu börn þeirra fædd, drengur og stúlka, en
þau koma eigi hér við sögu. Frá Á fóru þau að Staðarhóli í
Saurbæ. Þar fæddist Stefán árið 1806. Frá Staðarhóli fluttu
þau að Stóra-Galtardal á Fellsströnd, þar fæddust hin börnin
þrjú, sem hér er meiningin að segja nokkuð gjör frá. Ragn-
hildur f. 1810, Ragnheiður f. 1811, hún ólst upp á Ballará
hjá sr. Eggert Jónssyni og Guðrúnu Magnúsdóttur, móður-
systur sinni. Jakob var yngstur barnanna, f. 1815.
Frá Stóra-Galtardal fóru þau Björn og Ragnheiður að