Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 163
BREIÐFIRÐINGUR
161
kona, er hét Kristín Eggertsdóttir og var hún dóttir Eggerts
Ólafssonar í Hergilsey. Þær Ragnheiður og Kristín áttu eftir
að eiga mikil samskipti síðar á ævinni. Ragnheiður giftist
fyrst frænda sínum, Jóni Sigmundssyni í Akureyjum. í
Akureyjum voru þau 1834-1838 en bjuggu síðan í Tjalda-
nesi til 1840. Þar slitu þau samvistum eftir rúmlega sex ára
samveru. Höfðu þau þá eignast einn son, Friðrik að nafni f.
14. sept. 1839, er síðar bjó í Belgsdal í Saurbæ. Jón Sig-
mundsson fluttist úr Saurbænum vestur að Króksfjarðarnesi
og andaðist þar 17. maí 1875. Ragnheiður flutti að Króks-
fjarðarnesi með son sinn, Friðrik. Þar bjó þá Jón Ormsson
frá Innri-Fagradal, Sigurðssonar í Langey og kona hans
Kristín Eggertsdóttir úr Hergilsey, fyrrum vinnukona á Ball-
ará.
í Nesi (Króksfjarðarnesi) var Ragnheiður í sjálfs-
mennsku, hafði þar nokkuð af skepnum. Björn faðir hennar
var hjá henni og oftast nær eitt eða tvö vinnuhjú. Munu hús-
bændurnir í Nesi hafa verið mjög rýmileg við húskonu sína,
enda þekktu þau vel til Ragnheiðar frá fyrri árum, er hún
var á Skarðsströndinni.
Það dró fljótlega til tíðinda eftir að Ragnheiður kom að
Nesi. Bóndinn og hreppstjórinn Jón Ormsson átti tíðförult í
hennar rann og ávextirnir komu í ljós er stundir liðu. Árið
1843 fæddi Ragnheiður son, er hún kenndi Jóni og gekkst
hann fríviljuglega við honum. Sá sveinn var vatni ausinn og
nefndur Stefán. Við skírn drengsins er hann þó talinn sonur
Jóns Jónssonar húsmanns á Gillastöðum. Ekki þurfti Ragn-
heiður að hafa áhyggjur út af uppeldi þessa sonar síns, því
Kristín Eggertsdóttir, kona Jóns Ormssonar tók hann til sín.
Hefur hún sjálfsagt ætlast til þess að Jón maður sinn hætti að
renna hýru auga til Ragnheiðar og ævintýrum þeirra væri
lokið. En reyndin varð þó önnur, því að sex árum síðar eign-
aðist Ragnheiður enn son, sem Jón Ormsson var einnig faðir
að. Sá var skírður Rögnvaldur, f. á Gróustöðum 28. okt.
1849. Þá var mælirinn fullur. Kristín Eggertsdóttir leið ekki
Ragnheiði lengur í sínum húsum í Króksfjarðarnesi. Hún