Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 167
BREIÐFIRÐINGUR
165
um alla hluti. Sesselja var líka ágæt húsmóðir. Nutu þau
bæði trausts og virðingar hjá þeim er þau þekktu.
Stefán í Berufirði þóttur góður sláttumaður og átti oftast
nær nægar fóðurbirgðir. Nokkrum árum eftir að hann missti
Guðrúnu konu sína giftist hann aftur 1905 og gekk þá að
eiga Lilju Jónsdóttur frá Hörðubóli í Miðdölum. Hún var
ljósmóðir í Reykhólasveit. Þau áttu saman eina dóttur, er
Guðrún hét. Hún dó innan við tvítugt. Þau Stefán og Lilja
bjuggu á Skáldsstöðum, fluttu síðan að Kambi, en þar lést
Stefán 24. ág. 1916 73 ára að aldri. Lilja dó á Gróustöðum 3.
nóv. 1920, 52 ára að aldri. Hún var sögð mikil skapstillingar-
kona og hafði gott orð sem Ijósmóðir.
Þau Jón og Sesselja bjuggu á Kambi til ársins 1946. Þá
fluttu þau til Reykjavíkur, en þangað höfðu þá flutst öll
börn þeirra, nema dóttir þeirra Guðbjörg. Hún bjó í Beru-
firði með dönskum manni, Michael Hassing að nafni. Þau
fluttu til Reykjavíkur ásamt börnum sínum árið 1962. Þá leit
út fyrir að allir niðjar Ragnheiðar Björnsdóttur, fyrrum hús-
freyju á Kambi, væru brottfluttir úr Reykhólasveit fyrir fullt
og allt. En það stóð ekki lengi. Um 1980 flutti einn ættingi
hennar aftur til baka í sveitina að Reykhólum. Hann heitir
Stefán Magnússon, sonarsonur Sesselju og Jóns á Kambi.
Stefán er fimmti liður frá Ragnheiði á Kambi.
Þá er næst að víkja að Rögnvaldi Jónssyni. Hann fór korn-
ungur frá Nesi að Kleifum með föður sínum og fóstru sinni
Kristínu Eggertsdóttur. Einn sonur Jón Ormssonar og Krist-
ínar Eggertsdóttur, Kristján, ólst upp í Sviðnum á Breiða-
firði hjá Guðrúnu systur Kristínar og manni hennar Snæ-
birni Gíslasyni. Kristján giftist Ingibjörgu Andrésdóttur frá
Gautsdal, systur Guðrúnar í Berufirði. Sonur Kristjáns og
Ingibjargar var Snæbjörn sægarpur og bóndi í Hergilsey.
Hjá þeim feðgum Kristjáni og Snæbirni átti Rögnvaldur
ávallt heima. Hann var talinn ötull maður, bæði til lands og
sjávar. Hann giftist konu þeirri er María hét, Jóhannes-
dóttur úr Sauðeyjum. Samverutími þeirra varð fremur
stuttur, því hún dó á miðjum aldri, 37 ára gömul 13. mars