Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 170
168
BREIÐFIRÐINGUR
Ljóðahornið
Á Breiðabólsstað á Fellsströnd dvöldu um skeið hjónin Sig-
ríður Gísladóttir og Jónatan Þorsteinsson. Bjuggu þau í
litlum bæ eða kofa, sem stóð handan lækjar þar í túninu.
Son áttu þau hjón, er Guðmundur hét. - Um hann segir svo
í Minningarriti íslenskra hermanna í Vesturheimi:
„Guðmundur Kristján Jónatansson. Fæddur 25. júní 1885
að Staðarfelli á Meðalfellsströnd. Foreldrar: Jónatan Þor-
steinsson og Sigríður Gísladóttir frá Valþúfu. Gekk í herinn
25. apríl 1916, og var með B. vinnudeild hans allt til stríðs-
loka. Kom til Canada 4. apríl 1919, þá vinnufær, og með
hervottorð um dygga þjónustu. Guðmundur stundar
daglaunavinnu.“
Um nokkurt skeið voru þau samtíða Guðmundur Jónatans-
son og Sigríður Helgadóttir, seinni kona Jóns Lárussonar,
skipstjóra, bónda og hagyrðings í Arnarbæli á Fellsströnd.
Þau Guðmundur og Sigríður voru skyld nokkuð, bæði 4.
liður frá Jóni Jónssyni í Rauðbarðaholti í Hvammssveit, er
var faðir Saura-Gísla, þess nafnkunna Dalamanns.
Þau skiptust oft á kveðlingum, Guðmundur og Sigríður.
Eitt sinn mælti Guðmundur fram vísu þessa:
Margir þjást, við fljóð er fást,
flestar nást með seimi,
tryggð og ást, er aldrei brást
er þó skást í heimi.
Sigríður Helgadóttir sagði þá strax við Guðmund: