Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 171
BREIÐFIRÐINGUR
169
Loforð fást, sem líka skást,
lýðir dást að seimi,
konur þjást, því einlæg ást
oft þeim brást í heimi.
Sigríður Helgadóttir sagði líka einu sinni:
Vegir skiptast, vinir skilja,
vonir deyja, gleðin flýr,
tryggðir riftast, raunir beygja,
reynsluskóli er stundum dýr.
Lárus Loftsson f. 1848, d. 1924 bjó um skeið í Arney.
Paðan flutti hann svo í Gjarðey og þótti skiptin slæm. Arney
er gjöfulli eyja, t.d. fékk hann þar 99 pund af dún.
Hér eru nokkrar lausavísur Lárusar:
Einu sinni dvaldi hann við heyskap í Mávey. Var verið að
bera heysátur út í bát. Kona, er Þuríður hét, rann til á
klöpp, en hún var með sátu á baki. Heyrðist mikið busl og
skvettur. Pá sagði Lárus:
Féll í sjóinn furðuslöpp,
feikna heyrðust skvettur,
þar skal heita Puruklöpp,
þang á meðan sprettur.
Einu sinni fékk Lárus sendibréf frá Alexander bróður
sínum. Gleymst hafði að skrifa dagssetninguna á bréfið:
Efni manna förla fer,
frekt í búskapsvési, -
mánaðardagur enginn er
eftir í Frakkanesi.
Pað var eitt sinn sem oftar að Lárus kom í Stykkishólm.
Fór hann í apótekið og bað um flösku víns, en var neitað.
Svo hittist á, að faðir afgreiðslumannsins hafði að viðurnefni
orðin „blessað blóð“. Pá mælti Lárus:
Er hans rótin ekki góð,
af illum stofni dregin,
- annars vegar „blessað blóð“
en bölvaður hinu megin.